Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 107
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR
105
Hún bauðst líka til að borga
húsaleiguna í París fyrir hann,
þar til hann gæti útvegað sér
annað húsnæði, og þannig sagði
hún skilið við hann að fullu og
öllu, reiðilaust og án ásakana.
En þó að hún léti ekki á því
bera, tók hún þennan skilnað
mjög nærri sér. Þótt ekki væri
mikill stuðningur í Sandeau,
hafði hún þó stutt sig við hann
og hafði vonað að hún gæti náð
fullum þroska með hjálp hans.
Hún fór að aumkva sjálfa sig.
Hvaða kona hafði verið beitt
meira ranglæti? Var nokkur ást
til á þessari jörð ? Hún var ekki
enn orðin þrítug, en þó var hún
orðin leið á lífinu, þreytt á sál
og líkama.
Bara að hún gæti fundið
mann, sem væri fær um að
drottna yfir henni, sigra hana
og breyta henni í sanna konu!
Og slík var kaldhæðni örlag-
anna, að ósk hennar rættist þeg-
ar í stað. Hún komst í kynni við
rithöfundinn Prosper Mérimée,
sem var hæglátur og karl-
mannlegur, en allófyrirleitinn í
kvennamálum. Hann hafði ekki
meira við að ná sér í kvenmann
en að fá sér koníaksstaup eftir
miðdegisverðinn. Þau voru ekki
saman nema eina viku, og eftir
þetta stutta ævintýri var George
Sand enn niðurbeygðari og von-
sviknari en áður.
,,Ef Prosper Mérimée hefði
skilið mig, þá mundi hann hafa
elskað mig,“ skrifaði hún einni
vinkonu sinni. „Ef hann hefði
elskað mig, hefði hann getað
ráðið yfir mér. Ef ég hefði get-
að gefið mig á vald karlmanni,
þá hefði það orðið mér til bjarg~
ar, því að sjálfstæði mitt er að
gera út af við mig.“
George Sand gleymdi aldrei
þessu ævintýri. Hún blygðaðist
sín fyrir það allt sitt líf og það
varð til þess að auka tortryggni
hennar gagnvart karlkyninu að
miklum mun.
Þegar skáldsagan Lélia kom
út í ágúst 1833, var henni tekið
bæði vel og illa; sumir báru
mikið lof á bókina, en aðrir
réðust harkalega á „siðleysi“
hennar, sem svo var nefnt. Bók-
in flaug út og Lélia var á hvers
manns vörum. Kvenfólkið tók
sér söguhetjuna til fyrirmynd-
ar og karlmennirnir girntust
hana. Öfundsjúkir rithöfundar
gerðust gagnrýnendur og for-
dæmdu söguna, en þeir voru sem
rödd hrópandans í eyðimörkinni.
Lélia kom, Lélia sigraði.
Tveir gagnrýnendur háðu ein-
vígi út af bókinni, en hvorugur
særðist í viðureigninni. . Þegar
fréttist um einvígið var spurt:
,,Og særðust þeir?“
,,Nei.“
„Ekki? Hvílík skömm!“
Menn hlógu að atburðinum.
Alfred de Musset hló þó hærra
en allir aðrir.
George Sand og Alfred de
Musset höfðu fyrst hitzt í júní-
mánuði 1833 í boði hjá ritstjóra.