Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 107

Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 107
ÞEGAR HJARTAÐ RÆÐUR 105 Hún bauðst líka til að borga húsaleiguna í París fyrir hann, þar til hann gæti útvegað sér annað húsnæði, og þannig sagði hún skilið við hann að fullu og öllu, reiðilaust og án ásakana. En þó að hún léti ekki á því bera, tók hún þennan skilnað mjög nærri sér. Þótt ekki væri mikill stuðningur í Sandeau, hafði hún þó stutt sig við hann og hafði vonað að hún gæti náð fullum þroska með hjálp hans. Hún fór að aumkva sjálfa sig. Hvaða kona hafði verið beitt meira ranglæti? Var nokkur ást til á þessari jörð ? Hún var ekki enn orðin þrítug, en þó var hún orðin leið á lífinu, þreytt á sál og líkama. Bara að hún gæti fundið mann, sem væri fær um að drottna yfir henni, sigra hana og breyta henni í sanna konu! Og slík var kaldhæðni örlag- anna, að ósk hennar rættist þeg- ar í stað. Hún komst í kynni við rithöfundinn Prosper Mérimée, sem var hæglátur og karl- mannlegur, en allófyrirleitinn í kvennamálum. Hann hafði ekki meira við að ná sér í kvenmann en að fá sér koníaksstaup eftir miðdegisverðinn. Þau voru ekki saman nema eina viku, og eftir þetta stutta ævintýri var George Sand enn niðurbeygðari og von- sviknari en áður. ,,Ef Prosper Mérimée hefði skilið mig, þá mundi hann hafa elskað mig,“ skrifaði hún einni vinkonu sinni. „Ef hann hefði elskað mig, hefði hann getað ráðið yfir mér. Ef ég hefði get- að gefið mig á vald karlmanni, þá hefði það orðið mér til bjarg~ ar, því að sjálfstæði mitt er að gera út af við mig.“ George Sand gleymdi aldrei þessu ævintýri. Hún blygðaðist sín fyrir það allt sitt líf og það varð til þess að auka tortryggni hennar gagnvart karlkyninu að miklum mun. Þegar skáldsagan Lélia kom út í ágúst 1833, var henni tekið bæði vel og illa; sumir báru mikið lof á bókina, en aðrir réðust harkalega á „siðleysi“ hennar, sem svo var nefnt. Bók- in flaug út og Lélia var á hvers manns vörum. Kvenfólkið tók sér söguhetjuna til fyrirmynd- ar og karlmennirnir girntust hana. Öfundsjúkir rithöfundar gerðust gagnrýnendur og for- dæmdu söguna, en þeir voru sem rödd hrópandans í eyðimörkinni. Lélia kom, Lélia sigraði. Tveir gagnrýnendur háðu ein- vígi út af bókinni, en hvorugur særðist í viðureigninni. . Þegar fréttist um einvígið var spurt: ,,Og særðust þeir?“ ,,Nei.“ „Ekki? Hvílík skömm!“ Menn hlógu að atburðinum. Alfred de Musset hló þó hærra en allir aðrir. George Sand og Alfred de Musset höfðu fyrst hitzt í júní- mánuði 1833 í boði hjá ritstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.