Úrval - 01.08.1951, Qupperneq 112
110
Orval
skoða sig um. Hann varð fok-
reiður þegar hann sá, að George
ætlaði að fara að skrifa í rúm-
inu, meðan hann væri í burtu.
Hann daufheyrðist við öllum
ráðleggingum hennar og skeilti
hurðinni á eftir sér, þegar hann
fór út.
En George Sand varð að halda
áfram að skrifa, enda þótt hún
væri veik. IJtgefandi hennar
hafði séð þeim fyrir farareyri
með því skilyrði, að hún skrifaði
skáldsögu í ferðinni.
Hún fékk svo mikil höfuð-
verkjarköst, að það varð að
senda eftir lækni. Læknirinn
kom. Hann var ungur, gerðar-
legur maður, með dökkjarpt hár.
Hann virtist fara hjá sér, þegar
hann fór að skoða grannvöxnu
konuna, sem lá á legubekknum.
Hún hafði bundið rauðum klút
um höfuðið eins og vefjarhetti
og það gerði hana einkennilega
austurlenzka á svipinn. Læknir-
inn, dr. Pietro Pagello, tók Ge-
orge blóð, og þegar henni fór
að líða betur, hvarf hann á brott.
Tveim dögum seinna leit hann
aftur til hennar. Hún var komin
á fætur og heilsaði honum alúð-
lega. Þegar hann hafði fullviss-
að sig um, að henni væri að
batna, kvaddi hann og fór. En
þegar hann var kominn út á
götuna, fór hann að velta því
fyrir sér, hverskonar samband
væri milli hennar og unga
mannsins, sem hafði staðið yfir
sjúkrabeði hennar.
Þegar George var batnað, fór
hún út með Musset, til þess að'
reyna að bæta fyrir dagana,
sem hún hafði orðið að eyða
í rúminu. En hún mátti ekki
vanrækja vinnu sína, það varð
hann að skilja. Hann reyndi að
skilja það í fyrstu, en ekki leið
á löngu áður en honum var nóg
boðið, og hann fór aftur að
venja komur sínar á skemmti-
staði borgarinnar, einn síns liðs.
George mátti sitja og skrifa-
skáldsögur í metratali hans
vegna. Hann var ungur, og líf-
ið í Feneyjum freistaði hans.
Hann kom oft til gistihússins
í morgunsárinu, og þar sem Ge-
orge svaf oft lengi fram eftir,
hittust þau stundum ekki fyrr
en við miðdegisverðarborðið.
Musset var fölur og augu hans
rauð og þrútin eftir drykkju-
slarkið, og George fór að ávíta
hann. ,,Ég tala við þig eins og
móðir . . Það þoldi hann ekki.
Hún var farin að verða fuil
móðurleg í hans garð. Hann
þráði frelsi.
„George,“ sagði hann kulda-
lega við hana eitt sinn, þegar
þau voru að snæða miðdegis-
verðinn, „þú ert afskaplega
þreytandi — þú ert í raun og
veru hundleiðinleg.“
Hún starði á hann og varð
stóreygð.
„Mér þykir það leitt, George,“
hélt hann áfram jafn kuidalega
og áður. „Mér hefur skjátlazt.
Ég elska big ekki lengur.“
Hún stóð upp, hægt og tígu-
lega. „Við elskum ekki lengur