Úrval - 01.08.1951, Page 118

Úrval - 01.08.1951, Page 118
116 ÚRVAL tók það fram, að hún mætti ekki kosta för hans. Hann gat þess einnig, að hann myndi ekki fara með henni til Nohant. Hann ætl- aði að dvelja í París, skoða sjúkrahúsin þar og fullnuma sig í læknisfræðinni. Musset skrifaði frá París: „Hvílík hamingja það verður fyrir mig að hitta þig aftur! ... Hve heitt ég elska þig! Hve yndisleg þessi háleita vinátta okkar er — eins og angan ást- ar okkar.“ Pagello átti við margt að stríða, ekki sízt aldraðan föður sinn, sem hafði frá upphafi spáð illa fyrir þessum kunningsskap sonar síns við franska konu, sem reykti, skrifaði skáldsögur og gekk undir karlmannsnafni. Til þess að friðmælast við föður sinn, skrifaði Pagello honum bréf, rétt fyrir brottförina: ,,Ég er nú kominn að síðasta skrefi heimsku minnar, og ég verð að stíga það eins og hin, með lok- uð augu. Ég fer á morgun til Parísar. Þar kveð ég George Sand og kem aftur heim, svo að ég geti aftur orðið þér góð- ur sonur . . .“ George Sand sá aldrei þetta bréf. Þau komu til Parísar fjórt- ánda ágúst. George settist að í íbúð sinni, en Pagello fékk sér herbergi í gistihúsi skammt frá. Þegar Musset frétti, að Ge- orge Sand væri komin til París- ar, varð hann gripinn ómótstæði- legri þrá. Hann varð að hitta hana. Hann bað George um við- tal og hún leyfði honum að heim- sækja sig. Þegar hann kom, var Pagello þar fyrir, en hann tók Musset sem bróður. Þau töluðu um daginn og veginn. Pagello vék ekki frá hlið George. Allt í einu bárust valstónar inn í stofuna; það var lag, sem þau Musset og George höfðu tekið sérstöku ástfóstri við, meðan allt lék í lyndi. Alfred leit á George. Hann sá augu hennar fyllast tár. um, en á andlitinu var engin svipbreyting. Fortíðin var dauð. Héðan í frá voru þau vinir — meira ekki. Nokkrum dögum seinna skild- ust leiðir. Musset hélt til Baden, George til Nohant, en Pagello var kyrr í París. Það var fátt um kveðjur með þeim George og Pagello. Hann var orðinn afbrýðisamur út í Musset, og hafði meira að segja rifið upp bréf, sem George hafði skrifað fyrrverandi elskhuga sínum. — Musset sendi George eldheit ástarbréf frá Baden: ,,Ó, hold mitt og blóð! Ég er að deyja úr ást. . . Nei, ég læknast aldr- ei og ég ætla ekki heldur að reyna að lifa. Dauðinn vegna ástar minnar til þín er miklu dýrmætari en lífið . . . Mér er sagt, að þú hafir fengið þér annan elskhuga. Það drepur mig, en ég elska þig, elska þig, elska þig.. . . Ég elska þjáningu mína meira en lífið. Ó, ástin mín, gráttu örlög mín. Ó, það er hræðilegt að deyja, hræðilegt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.