Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 120

Úrval - 01.08.1951, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL segi að ég hafi aldrei elskað Pie- tro og aldrei gefið mig á vald hans . . . Þú kvelst, af því að ég hef sagt þér satt. Við getum ekki elskazt á þennan hátt . . . Hvað er orðið úr fagra heitinu okkar? Guð minn góður, hvorki ást né vinátta!" í tvo mánuði engdust þau í dauðateygjunum, eins og tveir glímumenn, sem herða tökin í örvæntingu, þegar þeir finna, að kraftarnir eru að þverra. Og þar sem átökin fólust í orðasennum, áttu þau fátt ósagt, þegar skiln- aðarstundin rann upp. í síðasta bréfi George Sand til Alfreds de Musset er enginn skáldskapur, þar kennir aðeins lamandi þreytu. „Nei, nei, nú er nóg komið! Vesalings maður, ég elskaði þig eins og minn eigin son. Það var móðurást, sem ég veitti þér . . . Ég vorkenni þér, ég fyrirgef þér, en við verðum að skiija. . . . Ég get ekki bar- izt lengur. Guð hefur skapað mig bæði veikbyggða og stolta. Nú er stolt mitt og ást orðið að engu . . . En hvílíkt líf er það, sem ég er að dæma þig til. Drykkjuskapur, vín og kvenfólk, nú og að eilífu! Því meir, sem þú hefur fyrirgert rétti þínum til afbrýðisemi, þeim mun af- brýðisamari hefur þú orðið. Það er eins og refsing Guðs sé að koma yfir höfuð þitt. En börn- in mín! Ó, börnin mín, börnin mín! Vertu sæll, vesalings ó- gæfusami maður! Börnin mín! Börnin mín!“ Hin vaknandi móðurást gerðí henni kleift að skilja við hann að fullu og öllu. Hinn 6. marz 1835 hélt hún til Nohant. Musset reyndi ekki að aftra henni. George var nú orðinn lögleg- ur eigandi Nohantsetursins, eft- ir að konunglegi dómstóllinn í Bourges hafði kveðið upp úr- skurð sinn, sem var henni í vil í skilnaðarmálinu. Enda þótt ekki lægi fyrir endanlegur dóm- ur, sá Casimir sitt óvænna og féllst á að láta fara fram skipti í búinu. Ári síðar féll lokadómurinn. George vann málið og var falin forsjá barnanna. Enginn var í minnsta vafa um það, að lag- lega, hvítklædda konan, sem mætti í réttinum, væri sæl og heppin að vera laus við eigin- mann sinn. Hér eftir varð George Sand að sjá ein og óstudd fyrir sér og börnum sínum. En hvenær hafði hún ekki gert það? Hún hafði verið börnum sínum bæði móðir og faðir til þessa. Casi- mir hafði í rauninni aldrei gert annað en að eyða og sóa fjár- munum þeirra. * Það eru til margar og mis- munandi frásagnir af fyrstu kynnum þeirra George Sand og Fréderics Chopin. Ein frásögn- in er á þá leið, að Chopin, sem sagt var að gæti skynjað óorðna hluti, hafi verið gripinn miklum ugg daginn sem hann var kynnt- ur George. Aðrir segja, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.