Úrval - 01.06.1953, Side 51
ÖRLÖG VOR EFTIR DAUÐANN
49
Ibyggju í Hel, ríki hinna dauðu
í norðri. Það verður að greina
á milli elclri og yngri hugmynda
og æðri og lægri þjóðfélags-
stétta.
Sjálft dauðaríkið Hel er skil-
ið frá ríki hinna lifandi í Mið-
garði af hinu mikla fljóti Gjöll,
sem aðeins má komast yfir eftir
Gjallarbrúnni. Seinna, á tímum
víkingaferðanna verður til sú
trú, að fallnir menn fari til Óð-
ins, æðsta guðsins, í Valhöll. En
trúin á Valhöll útrýmdi þó aldr-
ei alveg hugsuninni um dauða-
ríkið, sem allir hyrfu til.
Þegar kristnin komst á, varð
til orðið helvíti á norrænu, þ. e.
a. s. refsingarstaður Heljar.
Eldfjallið Hekla á íslandi héldu
menn, að væru dyr helvítis, og
sálirnar sáust fljúga til og frá í
eldinum sem svartir fuglar.
Hjá Forn-Grikkjum var Had-
es guð dánarheima, bróðir Seifs
og Póseiclors og kvæntur Perse-
fóne, sem ríkti með honum. I
Hionskviðu er sagt, að menn
hafi ákallað þau með því að slá
á jörðina. í Ódyseifskviðu er
sagt að Ódyseifur hafi fórnað
Hadesi svörtum hrút og svartri
á.
Hades fékk seinna á sig mild-
ari blæ og gekk þá undir nafn-
inu Plúton. Auk þess varð hann
sá guð, sem veitir mönnunum
þau auðæfi, sem jörðin gefur af
sér. Á myndum er hann sýndur
með nægtahorn og veldissprota
undirheimakonungsins. Hades
>og Persefóne voru oft tilbeðin
við hellismunna, sem menn
héldu, að væri inngangur í dán-
arheima.
Fei’jumaðurinn Karon, sem
ferjar hina dauðu yfir óminnis-
fljótið Lethe, og hinn ógurlegi
varðhundur Kerberus eru lif-
andi hugtök í öllum klassiskum
fræðum.
Forn-Egyptar hugsa sér dán-
arheima í vestri, þar sem sólin
hverfur á sinni reglubundnu
göngu niður í undirheima, og
takmark hinna dauðu er að vera
teknir upp í sólbát guðsins Ra,
því takmarki ná samt fæstir,
flestir hinna dauðu verða að lifa
gleðisnauðri skuggatilveru í
ríkjum hinna ýmsu dánarguða.
Ösiristrúin útrýmir þessum
upprunalegu trúarbrögðum. Ó-
siris ríkir yfir dánarheimum,
upprisinn eftir að hafa verið í
jarðlífinu vitur og snjall kon-
ungur. Þeir sem á hann trúa,
vonast til að fá inngöngu í dýrð
hans með því að ganga í gegn-
um það sama og hann, og losna
þar með við að lifa sem skuggar
í undirheimum. Ósiristrúnni
fylgir einnig siðrænn þáttur, því
að hinir dauðu skulu dæmast,
er þeir koma til annars heims.
Á papyrusströngum og múm-
íukistum er Ósiris oft sýndur
sitjandi í hásæti. Nokkurs kon-
ar kven-nílhestur rneð gapandi
gini gætir hans. Svarar hann til
Kerberusar hjá Grikkjum. Á
metaskálunum er gert út um ör-
lög hins dauða. í annarri skál-
inni er hjarta hins dauða, en í