Úrval - 01.06.1953, Síða 51

Úrval - 01.06.1953, Síða 51
ÖRLÖG VOR EFTIR DAUÐANN 49 Ibyggju í Hel, ríki hinna dauðu í norðri. Það verður að greina á milli elclri og yngri hugmynda og æðri og lægri þjóðfélags- stétta. Sjálft dauðaríkið Hel er skil- ið frá ríki hinna lifandi í Mið- garði af hinu mikla fljóti Gjöll, sem aðeins má komast yfir eftir Gjallarbrúnni. Seinna, á tímum víkingaferðanna verður til sú trú, að fallnir menn fari til Óð- ins, æðsta guðsins, í Valhöll. En trúin á Valhöll útrýmdi þó aldr- ei alveg hugsuninni um dauða- ríkið, sem allir hyrfu til. Þegar kristnin komst á, varð til orðið helvíti á norrænu, þ. e. a. s. refsingarstaður Heljar. Eldfjallið Hekla á íslandi héldu menn, að væru dyr helvítis, og sálirnar sáust fljúga til og frá í eldinum sem svartir fuglar. Hjá Forn-Grikkjum var Had- es guð dánarheima, bróðir Seifs og Póseiclors og kvæntur Perse- fóne, sem ríkti með honum. I Hionskviðu er sagt, að menn hafi ákallað þau með því að slá á jörðina. í Ódyseifskviðu er sagt að Ódyseifur hafi fórnað Hadesi svörtum hrút og svartri á. Hades fékk seinna á sig mild- ari blæ og gekk þá undir nafn- inu Plúton. Auk þess varð hann sá guð, sem veitir mönnunum þau auðæfi, sem jörðin gefur af sér. Á myndum er hann sýndur með nægtahorn og veldissprota undirheimakonungsins. Hades >og Persefóne voru oft tilbeðin við hellismunna, sem menn héldu, að væri inngangur í dán- arheima. Fei’jumaðurinn Karon, sem ferjar hina dauðu yfir óminnis- fljótið Lethe, og hinn ógurlegi varðhundur Kerberus eru lif- andi hugtök í öllum klassiskum fræðum. Forn-Egyptar hugsa sér dán- arheima í vestri, þar sem sólin hverfur á sinni reglubundnu göngu niður í undirheima, og takmark hinna dauðu er að vera teknir upp í sólbát guðsins Ra, því takmarki ná samt fæstir, flestir hinna dauðu verða að lifa gleðisnauðri skuggatilveru í ríkjum hinna ýmsu dánarguða. Ösiristrúin útrýmir þessum upprunalegu trúarbrögðum. Ó- siris ríkir yfir dánarheimum, upprisinn eftir að hafa verið í jarðlífinu vitur og snjall kon- ungur. Þeir sem á hann trúa, vonast til að fá inngöngu í dýrð hans með því að ganga í gegn- um það sama og hann, og losna þar með við að lifa sem skuggar í undirheimum. Ósiristrúnni fylgir einnig siðrænn þáttur, því að hinir dauðu skulu dæmast, er þeir koma til annars heims. Á papyrusströngum og múm- íukistum er Ósiris oft sýndur sitjandi í hásæti. Nokkurs kon- ar kven-nílhestur rneð gapandi gini gætir hans. Svarar hann til Kerberusar hjá Grikkjum. Á metaskálunum er gert út um ör- lög hins dauða. í annarri skál- inni er hjarta hins dauða, en í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.