Úrval - 01.06.1953, Page 65
Eruð þér gotl vitni?
Grein eftir Win Wright.
OTAL sinnum hafa menn rætt
um það, hversu mjög megi
treysta framburði vitna. Örlög
manna geta oft verið undir orð-
um vitna komin. En hversu ör-
ugg er eftirtekt þeirra, sem vitni
bera?
Við skulum koma strax að
efninu: Hversu áreiðanlegur er
vitnisburður yðar — yðar sem
lesið þessa grein? í sannleika
sagt — þér eruð reglulega lélegt
vitni! En leyfið mér að bæta við:
það er ég líka! Við, þér og ég,
erum mjög léleg vitni, jafnt: fyr-
ir það, þótt við leitumst við að
skýra með nákvæmni og sam-
vizkusemi frá því, sem við sá-
um eða fyrir okkur bar.
Ef til vill neitið þér að taka
þessa fullyrðingu mína hátíð-
lega, en þegar þess er gætt, að
niðurstöður fjölda rannsókna,
sem gerðar hafa verið við ýmsa
helztu háskólana í Ameríku,
virðast sanna þetta áþreifan-
lega, er í rauninni óhjákvæmi-
legt að viðurkenna réttmæti
hennar.
í kennslusölum þessara há-
skóla hafa verið sett á svið ým-
is atriði, sem nemendum hefur
verið sagt að skýra nákvæm-
lega frá, skriflega. Við Kansas-
háskóla var t. d. meirihluti vitn-
isburðanna rangur. Eitt af því
fráleitasta, sem þar kom fram,
var það, þegar ein þrjú vitni
báru, að einn af viðstöddum
hefði veifað skammbyssu og
hrópað: „Nemið staðar, eða ég
skýt yður!“ Maður þessi hafði
verið óvopnaður með öllu og
naumast látið eitt einasta
styggðaryrði falla.
Vitnin höfðu í rauninni gefið
ímyndunaraflinu lausan taum-
inn og beinlínis uppdiktað atvik,
sem þeim fannst að hefðu gerzt.
Þau ýktu það sem fyrir bar og
skrifuðu niður það, sem hefði
getað gerzt.
I öðrum háskóla urðu niður-
stöðurnar alveg jafn furðulegar.
Hér voru nokkrar persónur látn-
ar hrópa ókvæðisorðum hver að
annarri — en mörg vitnanna
héldu því fram, að enginn hefði
sagt orð!
Einn af þeim þekktustu, sem
við þessar rannsóknir hafa feng-
izt, er sálfræðingurinn William
Marston, en hann hefur gert
margar merkar athuganir í
sambandi við hæfileika manna
til að taka rétt eftir og skýra
rétt frá því, sem fyrir þá ber.
Um eina af rannsóknum sínum
segir hann: