Úrval - 01.06.1953, Síða 99
SKARTGRIPASKRÍNIÐ
97'
á hana, get ég áreiðanlega kennt
þér talsvert . . . Sjáðu bara, er
ekki gaman að horfa á þetta
héma?“
Tanjusjka ætlaði alveg að
gleypa það með augunum, og
gamla konan hló að henni.
„Ertu nú búin að horfa nóg
á handavinnuna mína, bamið
gott? Og langar þig til að læra
að búa til svona hluti?“
„Já, það langar mig!“ sagði
stúlkan.
Nastasia sagði:
„Varaðu þig! Maður fær ekk-
ert ókeypis í þessum heimi, og
samt ætlar þú að sauma í með
silki. „Það kostar peninga að
útvega sér efnið.“
„Berðu ekki kvíðboga fyrir
því, móðir góð!“ sagði beininga-
konan. „Það verða engin vand-
ræði með efnið. I þakklætisskyni
fyrir að ég fæ að vera hjá ykk-
ur, ætla ég að skilja eftir svo
mikið, að það nægi nokkuð lengi.
Sjáðu bara sjálf. Fólk borgar
vel fyrir svona hluti. Þú skalt
ekki halda, að við þurfum að
vinna kauplaust. Maður verður
að minnsta kosti að vera mat-
vinnungur."
Þá varð Nastasia að láta sig.
„Ef þú gefur henni efnið líka,
þá er ekkert við því að segja.
Láttu hana bara læra eins mikið
og hún getur. Og ég er þér meira
að segja þakklát.“
Síðan fór konan að kenna
Tanjusjku. Og stúlkan var svo
fljót að læra hannyrðirnar, að
það var engu líkara en hún hefði
kimnað talsvert áður. Og það
sem meira var — Tanjusjka kom
ekki fram við konuna eins og
hún væri ókunnug, gestkomandi
manneskja. Hún var þvert á
móti svo hrifin af henni, að Nas-
tasia fór að gefa þeim horn-
auga og hugsa með sjálfri sér:
„Krakkinn ætlar víst að
krækja sér í nýja ættingja. Móð-
ir hennar nægir ekki lengur. En
hún getur hangið í pilsunum á
svona flökkukerlingu.“
Hún varð gröm út í konuna.
Hún kallaði Tanjusjku alltaf
litlu stúlkuna eða elsku barnið
sitt, og aldrei nefndi hún hana
með réttu nafni. Tanjusjka tók
eftir því að móðir hennar var
reið, en hún réði ekki við sig.
Hún bar svo mikið traust til
aðkomukonunnar, að hún sagði
henni frá skríninu.
„Við eigum afskaplega falleg-
an hlut, sem við erfðum eftir
hann pabba. Ósvikið malakít-
skrín!“ sagði hún. „Og í því eru
gimsteinar! Maður getur horft
á þá endalaust."
„Sýndu mér það, barnið gott!“
sagði konan.
„Ég skal sýna þér það, þegar
við erum einar heima!“ sagði'
hún.
Strax og tækifæri bauðst fór
Tanjusjka með konuna niður f
kjallarann. Hún gróf skrínið upp
og sýndi henni það. Konan horfði
stundarkorn á það og sagði
síðan:
„Settu gripina á þig, þá se
ég þá betur!“