Úrval - 01.06.1953, Page 111

Úrval - 01.06.1953, Page 111
SKARTGRIPASKRlNIÐ 109 Tanjusjka hafði hlustað á tal þeirra. Hún sagði: „Nú skal ég segja þér eitt . . . Ég hef heyrt, að í höll keisarans sé salur, sem sé gerður úr sama malakítinu og skrínið hans pabba. Ef þú lofar mér að sjá keisaradrottn- inguna í þessum sal — þá skal ég verða þín.“ Námueigandinn var auðvitað reiðubúinn til alls. Hann vildi halda strax til Pétursborgar og bað Tanjusjku um að koma með sér. Hann sagði, að hún gæti fengið hest og vagn hjá sér. Tanjusjka svaraði: „Hér tíðkast það ekki að stúlka aki í vagni tilvonandi eiginmanns síns til þess að sækja brúðarkórónuna. Við getum talað um slíkt seinna, þegar þú hefur efnt loforð þitt.“ „Hvenær kemur þú þá til Pétursborgar ?“ spurði hann. „Ég lofa því að vera komin þangað á boðunardag Maríu!“ sagði hún. „Efastu ekki um það, og farðu nú héðan!“ Ungi námueigandinn lagði af stað. Þegar hann kom til Pét- ursborgar, fór hann að gorta við alla af gimsteinunum sín- um og unnustunni. Margir fengu líka að skoða skrínið. Menn voru ákaflega forvitnir að sjá unnustuna. Námueigand- inn leigði íbúð handa Tanjusjku og keypti handa henni allskon- ar klæðnað og skó. En hún lét ekki sjá sig. Allt í einu kom í ljós að hún bjó hjá ekkju í einu úthverfinu. Námueigandinn hraðaði sér auðvitað þangað: „Hvað er þetta! Er nokkurt vit í að búa hérna? Ég er bú- inn að útvega ágæta íbúð!“ „En Tanjusjka svaraði: „Mér líður líka vel hérna.“ Fréttin um gimsteinana og unnustuna frá Ural bárust jafnvel keisaradrottningunni til eyrna. Hún sagði: „Get ég ekki fengið að sjá þessa stúlku? Það er talað svo mikið um hana.“ Námueigandinn fór til Tanj- usjku og bað hana að undir- búa sig. Það þurfti að sauma kjól sem hún gæti verið í með- al hirðfólksins í malakítsaln- um. „Hafðu ekki áhyggjur af kjólnum!“ sagði Tanjusjka. „En gimsteinana skal ég taka til varðveizlu. Þú skalt bara ekki halda, að ég láti þig sækja mig í vagni. Ég fer ein. Bíddu mín fyrir neðan tröppurnar í hallargarðinum." * Svo fór fólk að halda til hallarinnar. Það ók þangað í vögnum sínum klætt í flauel og silki. I bítið um morguninn tók ungi námueiganainn sér stöðu við tröppurnar til þess að bíða eftir brúði sinni. Aðrir, sem ekki voru minna forvitnir að sjá hana, biðu þar líka. Tanj- usjka setti á sig skartgripina og fór í sauðskinnsúlpuna, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.