Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 11
TILVERAN 1 NÝJU LJÓSI
9
loks Ijóst, hversvegna ég hafði
orðið gripinn ónotatilfinningu
þegar Aldous Huxley sagði mér
frá reynslu sinni í fyrra. Hann
hafði talað eins og hráætispost-
uli, eins og ofsatrúarmaður eða
patentlyfjasali, sem telur sig
geta læknað öll mein mannkyns-
ins með einu töfralyfi. Þegar ég
spurði hann hvort ekki mætti
líkja þessum meðmælum hans
með meskalínneyzlu við lagn-
ingu ferjustrengs upp á tind
þekkingarinnar, hló hann.
,,Sennilega,“ sagði hann. ,,Ég er
heldur ekki þeirrar trúar, að
meskalín geti að öllu leyti kom-
ið í staðinn fyrir hina raunveru-
legu baráttu fyrir æðri skiln-
ingi. Það veitir engum algera
frelsun, en það er náðargjöf,
sem við ættum að taka við.“
Tillaga Aldous Huxley er nú
orðin heyrinkunn og mun verða
rædd og ákaft umdeild. Reynist
það rétt, sem hann trúir eftir
aðeins eina tilraun, að gervi-
meskalín sé í raun og veru alger-
lega óskaðlegt fyrir flesta menn,
og því fylgi engin slæm eftir-
köst, þá verður ,,meskalíntízka“
sennilega óumflýjanleg. Það eru
raunar mörg ár síðan Havelock
Ellis sagði fyrir um slíka þróun.
Hún yrði í því fólgin, að maður-
inn, sem nú þegar ræður yfir
vélaafli, er tekur langt fram
vöðvaafli hans og gert hefur
sér gerviskynfæri, sem taka
langt fram skynfærum hans,
muni einnig gera sér einskonar
„gervitilfinningar", sem geri
dáandi orðsins. „Við tölum alltof
mikið“, skrifaði hann þegar hann
var miðaldra. „Við ættum að tala
minna og teikna meira. Sjálfur
kysi ég að geta lagt málið alger-
lega á hilluna, og tjá allt sem ég
þarf að segja í teikningum eins og
hin lífræna náttúra. Þetta fíkju-
tré, þessi litli snákur, púpan á
gluggasillunni minni, sem bíður
róleg framtíðar sinnar — allt eru
þetta undur og stórmerki. Sá sem
gæti fundið hina réttu merkingu
þeirra mundi brátt geta lagt hið
skrifaða eða talaða orð alveg á
hilluna. Því meira sem ég hugsa
um það, því sannfærðari verð ég
um, að það er eitthvaö fánýtt,
miðlungslegt, jafnvel hégómlegt
(liggur mér við að segja) við mál-
ið. En hver verður ekki snortinn
af hátíðleik náttúrunnar og þögn
hennar, þegar hann stendur and-
spænis henni, ótruflaður, and-
spænis gróðurlausum fjallshrygg
eða í auðn forhelgra hæða?“ Vér
getum aldrei lagt málið eða önn-
ur táknkerfi á hilluna; það er í
krafti þeirra, og þeirra einna, sem
vér höfum lyft oss upp yfir skyn-
lausa skepnuna, upp á stig manns-
ins. En þessi kerfi geta orðið oss
fjötur um fó't engu síður entilgóðs.
Vér þurfum að læra að gera oss
orðiö undirgefið; en jafnframt
verðum vér að varðveita, og ef
þörf gerist, efla hæfileika vorn
til að horfa á heiminn beint en
ekki í gegnum hið hálfgagnsæja
gler hugmyndanna, sem umsteypir
sérhverja gefna staðreynd í gam-
alkunnugt mót einhvers almenns
tákns eða skilgreiningar.
honum kleift að komast fyrir-
hafnarlaust upp á æðsta svið
tilfinninga og hugsana.
En er það víst, að meskalínið
með örvun sinni til friðsamlegr-
ar og heimspekilegrar íhygli,