Úrval - 01.06.1954, Síða 12
10
TJR VAL.
verði eitt um hituna ? Amerískir
lífefnafræðingar, sem starfa við
rannsóknarstofnun flotans, hafa
sem sé þegar framleitt hormón-
lyf handa hermönnum, sem
„eykur baráttuhug þeirra án
þess nokkur óþægileg eftirköst
fylgi“, og gerir þeim kleift að
þola „erfiði og taugaáreynslu"
umfram það sem eðlilegt er.
Nálgumst vér þá tíma, þegar
hægt verður að „stjórna“ oss
algerlega, ekki aðeins líkamlega,
heldur einnig hugsana- og til-
finningalífi voru ? Ef til vill. Að
minnsta kosti var því spáð þeg-
ar árið 1932. Sá sem spáði því
hét Aldous Huxley. Og það sem
hann mælir með í dag, stóð hon-
um réttilega stuggur af þá.
o-o-o
Mlkill kaupmaður.
Gleraugnasalinn var að setja nýja búðarmanninn inn í starfið.
„Við viljum fá heiðarlegt og gott verð fyrir vörur okkar,“ sagði
hann. „Þegar þú hefur mátað gleraugun og viðskiptavinurinn
spyr hvað þau kosti, þá segir þú: „Fimm pund.“ Svo horfir
þú á kaupandann, og ef hann sýnir engin undrunarmerki, þá
bætirðu við: „Umgjörðin. Glerin kosta fimm pund.“ Þá þagn-
arðu aftur, og sjáist enn engin merki þess að kaupandanum
bregði, þá bætirðu erm við: „Hvort um sig“.“
— Parade.
★
Konuleit.
Franski stjórnmálamaðurinn Robert Schuman hefur aldrei
kvænzt. Eins og geta má nærri, hefur hann oft verið spurður
um ástæðuna, og hefur hann svarað ýmsu til. Eitt sinn spurði
amerískur blaðamaður hvort hann hefði alla tíð verið að leita
að konu við sitt hæfi, en aldrei fundið hana.
„Já,“ sagði Schuman, „ég leitaði mikið og fann hana loksins
— en þá var hún að leita að manni við sitt hæfi, og —“ hinn
franski stjórnmálamaður þagnaði og yppti öxlum brosandi.
— Montreal Star.
★
Svarað fyrir sig.
Ungur máiafærslumaður var að spyrja gestgjafakonu sem
vitni fyrir rétti og gerði sér allt far um að gera greiðasöluhús
hennar tortryggilegt í augum kvikdómendanna. Hún talaði m. a.
um nokkra leigjendur hjá sér, sem aldrei færu út á kvöldin, og
málafærslumaðurinn sá sér leik á borði.
„Það virðast vera undarlegir menn, sem búa hjá yður, frú,“
sagði hann. „Ætla þeir að gerast munkar, eða hafa þeir cin-
hverja ástæðu til að láta ekki sjá sig á almannafæri ?“
„Nei, herra,“ sagði konan, „þeir eru i háskóla — ao lesa
lögfræði." — The S'tanocolan.