Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 15

Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 15
RÝTINGURINN 13 Drengurinn hafði fengið rýt- inginn í jólagjöf. Síðan hafði faðirinn öðru hvoru spurt um hann. Drengurinn var hirðu- laus um dótið sitt, og þegar hann týndi einhverju af leik- föngum sínum, reyndi móðirin að útvega önnur sömu tegund- ar, ef hún gat, til þess að forð- ast ákúrur. Það var mikil skammsýni og eigingirni, og raunar tilgangslaust, því svik- in komust undartekningarlaust upp, ef frá eru talin nokkur vafatilfelli. Það var lítill vandi að greina á milli nýrra og not- aðra hluta. Vafatilfeilin lét hann liggja milli hluta, hann hafði ríka réttlætiskennd og kaus Iieldur að eiga á hættu að trúa ósannindum heldur en að hafa fólk fyrir rangri sök. En um rýtinginn gengdi allt öðru máli. Hann hafði sjálfur fengið hann hjá föður sínum þegar hann var sex ára, og þegar hann afhenti syni sínum hann á jólunum hafði hann lagt áherzlu á, að sérstakar skyldur fylgdu því að eiga hann. Gagnstætt öllu öðru, sem drengurinn hafði átt til þessa, var hann óbætanlegur. Þegar l'.ann bað um að fá að sjá hann, skoðuðu þau öll þrjú hárbeitt blaðið og slitið slíðrið með há- tíðlegri andakt, sem var sam- fara vitund þess, að margar dýrmætustu endurminningar mannsins væru tengdar honum. Hann sagði frá því, að sem barn hefði hann alltaf gengið með hann við skátabeltið sitt, og sér hefði fundizt hann langt haf- inn yfir þá drengi, sem ekki áttu svona rýting. Mæðginin vissu bæði, að af öllum gjöfum — sem raunar voru aldrei marg- ar, börn fengu ekki svo mikið af gjöfum í þá daga — hafði honum þótt vænzt um rýting- inn. Nú hafði hann gefið hann syni sínum, sem var nýorðinn fimm ára, og bara til þess að gera það hafði hann geymt hann vandlega öll þessi ár. Að minnsta kosti fannst honum það nú. Drengurinn roðnaði og horfði skelfdur á föður sinn. Augu hans fylltust tárum. ,,Hann — hann er týndur,“ hvíslaði hann. ííann kreisti skeiðina svo að litlu hnúarnir hvítnuðu. Móðirin hellti kaffi í bolla mannsins. Hönd hennar skalf. .,Við finnum hann áreiðanlega," sagði hún óðamála. Hann fékk sér sykur og rjóma og hrærði í bollanum, á meðan stóð hún við hlið hans og neri svuntuna milii handanna. Hann leit á hana samanbitnum vör- um. „Þú vissir það þá,“ sagði hann kuldalega, „hvað hélztu að þú gætir leynt mig því iengi ?“ Hjarta hans barðist hart og þungt af reiði. Þetta var há- markið, hugsaði hann. Hún settist við hliðina á drengnum, sem sat enn með krepptan hnef- ann um skeiðina, án þess að borða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.