Úrval - 01.06.1954, Page 21

Úrval - 01.06.1954, Page 21
ÞAÐ SEM ÉG SEGI MANNINUM MlNUM EKKI 19 fyrir þau að trúa hvort öðru fyr- ir slíkum leyndarmálum. Unga konan hér að framan ásakar sig með réttu, að mínu áliti, fyrir þá heimsku að segja manninum sínum frá atburðum, sem hann gat ekki séð í réttu ljósi. Sanneikurinn er sá, að þegar maður hefur fundið lífsförunaut sinn — þann sem manni finnst að maður muni geta elskað allt lífið — þá verður öll fyrri ást- arlífsreynsla hégómi, sem engu máli skiptir. En það er nú einu sinni svo, að enginn getur með vissu vitað, hvaða tilfinningar bærast innst með öðrum manni og hvemig hann muni bregðast við í hverju máli. „Trúnaðarstundir" eins og um getur hér að framan eru til þess fallnar að koma illu af stað, þó að ekki takist alltaf svo illa til að úr verði skilnaður. Ef þér vitið með sjálfum yður, að fyrri ástir yðar geti ekki haft nein áhrif á hjónaband yðar þó að þér haldið þeim leyndum fyrir maka yðar, þá haldið þeim um fram allt leyndum, það er mitt ráð. Á brúðkaupsnóttina geta brúðhjónin skipzt á öðrum og miklu hugnæmari trúnaðarmál- um . . . Þegar talið berst að því hvað maður eigi að segja þeim sem maður elskar, þá dettur mér alltaf í hug Sveinn og Vera. Þau áttu — og eiga væntanlega enn — heima í smábæ í Mið-Svíþjóð. Sveinn hafði góða atvinnu og undi vel hag sínum, og Vera var einnig ánægð með hlutskipti húsmóðurinnar. Þau voru ást- fangin og hamingjusöm og áttu ekki við nein erfið vandamál að glíma. En það breyttist. . . Það var beggja sök, að nærri lá að hjónaband þeirra færi út um þúfur vegna margra smá- vægilegra ásteytingarsteina, en meginorsökina á því hvernig fór verður Vera að taka á sig. Hún var nefnilega alltof þögul um marga smámuni, sem betra hefði verið að tala um. Og svo hafði hún alveg misskilið það sem hún hafði lesið í bókum um tillitssemi í hjónabandi. Þannig var mál með vexti, að Sveinn hafði verið helzt til lengi ókvæntur áður en hann hitti Veru. Piparsveinum hættir til að verða, vanafastir og venja sig á ýmsa undarlega siði, og Sveinn var engin undantekning að því leyti. Hann brá ekki vana sínum frá piparsveinaárunum, eftir að hann kvæntist. Þegar hann kom heim úr vinnunni, sparkaði hann af sér skónum frammi í forstofu og lét þá liggja þar sem þeir duttu. Svo fór hann á sokkunum inn í svefnherbergið og smeygði sér í inniskóna og gamla, trosnaða sloppinn, nýjan slopp vildi hann ekki sjá. Því næst fór hann fram í eldhús þar sem Vera var að taka til matinn. Meðan þau spjölluðu saman var hann á sí- felldu randi milli kæliskápsins, búrsins og matborðsins að ná sér í bita. Og með fingrunum, 3*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.