Úrval - 01.06.1954, Side 23

Úrval - 01.06.1954, Side 23
ÞAÐ SEM ÉG SEGI MANNINUM MlNUM EKKI 21 Það hafði aldrei hvarflað að honum að neitt væri athugavert við þetta háttarlag hans. En það skyldi ekki standa á hon- um að breyta þessu, aðeins ef Vera vildi minna hann á þegar hann gleymdi því. Vera varð jafnundrandi þegar hún sá, að Sveini sárnaði ekki þó að hon- um væri bent á galla sína. Þau lofuðu bæði að gera tilraun til að bæta ráð sitt. Nokkrum vikum síðar mætti ég Veru á götu. „Við höfum aldrei verið eins hamingjusöm og nú,“ sagði hún. „Nú hendum við bara gaman að „piparsveina- venjum“ Sveins, og svo ræðum við skoðanamun okkar í stað þess að rífast um hann.“ Dæmi Veru og Sveins sýnir, að það er eins hættulegt að þegja um smá- muni og að klifa sífellt á þeim. Þegar hjón segja mér, að þau hafi aldrei haldið neinu leyndu hvort fyrir öðru, þá segi ég að það sé ósatt! Jafn- vel í hinum farsælustu hjóna- böndum geyma hjónin einhver leyndarmál hvort fyrir öðru. Það getur jafnvel stuðlað að aukinni hamingju þeirra. Eg þekki konu, sem gift er mjög bráðlyndum manni. Þau áttu son, sem gekk í skóla. Dag nokkurn hringdi yfirkennarinn út af því hve illa drengnum sótt- ist námið. Konan sagði manni sínum ekki frá þessu, því að hún vissi, að það mundi kosta mik- inn heimilisófrið. I stað þess tók hún að fylgjast með námi drengsins og hjálpa honum þeg- ar með þurfti. Enn þann dag í dag veit maðurinn ekki um þetta og önnur smáatvik varð- andi uppeldi drengsins. Hjóna- bandið er farsælt, kannski ein- mitt af þessum sökum. Eitt af því, sem konur halda hvað mest leyndu fyrir mönn- um sínum er draumurinn um fyrirmyndareiginmanninn. Það er staðreynd, að margar konur dreymir um, að menn þeirra hefðu dálítið meiri karlmanns- lund en þeir hafa! Þegar ég um daginn heyrði kvenfyrirlesara korna með þá gamalkunnu stað- hæfingu, að nútímakonan sætti sig ekki við að vera elskhuga sínum undirgefin, gat ég ekki annað en brosað með sjálfri mér. Sannleikurinn er sá, að þrjár af hverjum fjórum kon- um, sem leitað hafa til mín um hjálp, vilja að maður þeirra sé húsbóndinn á heimilinu. Þær hafa orðið fyrir vonbrigðum út af geðleysi hans. Ung kona sagði nýlega við mig: Þessar leiðbeiningabækur um hjóna- bandsmál leggja bara áherzlu á að maður eigi að vera góður og tillitssamur. Ég fyrir mitt leyti kysi nú að maðurinn minn væri dálítið frumstæðari, dálítið meiri karlmaður!“ En þetta kemur engri konu til hugar að segja við mann sinn! Hættulegustu leyndarmálin fyrir hjónabandshamingjuna beld ég séu þau sem snerta ást- arsamband utan hjónabandsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.