Úrval - 01.06.1954, Síða 30
28
TJRVAL
hænsni. Það er nú erfiðara að
rækta hænsni, endur og gæsir
en áður. En alvarlegastur er
kjötmissirinn. Það er ekki hægt
að svifta þjóð þúsundum lesta
af ódýru kjöti án þess að það
hafi áhrif á afkomu hennar.
Hverjar líkur eru til þess að
kanínunum f jölgi aftur í Frakk-
landi? Nokkur von er til, að
unnt verði að fjölga tömdum
kanínum. Pasteurstofnunin
vinnur að endurbótum á bólu-
efni sínu, þannig að það verði
auðveldara í notkun, flutning-
um og geymslu. Ef bændur geta
á ódýran og auðveldan hátt
bólusett dýr sín sjálfir, mun
frjósemi kanínunnar fljótt segja
til sín.
Fyrir villtu kanínurnar er
útlitið verra. Til tals hefur
komið að flytja inn amerískar
kanínur. Þær eru af annarri
tegund en evrópskar og lítt
næmar fyrir myxomatosis. En
frönskum bændum stendur
stuggur af þeim. Þeir hafa
heyrt ljótar sögur af græðgi
þeirra og óttast tjón á ökrum
sínum og görðum af völdum
þeirra.
Sumir vona, að evrópska
kanínan mimi með tímanum
verða ónæmari fyrir pestinni.
Sagt er, að á fjórða ári eftir
að myxomatosis var sleppt
lausri í Ástralíu hafi menn séð
þess merki að nokkurt ónæmi
væri farið að myndast gegn
henni. Það þóttu Ástralíumönn-
um ekki góð tíðindi, en flestir
Frakkar munu fagna þeim.
Miklar ýfingar risu auðvitað
í garð dr. Delille. Dýravinir
sögðu, að enginn einn maður
hefði fyrr eða síðar valdið slík-
um þjáningum og dauða. Þeir
vildu lögsækja dr. Delille fyrir
athæfi hans. En það fundust
engin lög, sem hægt væri að
dæma hann eftir.
En í ár valda kanínumar
engu tjóni á ungplöntum og
runnum dr. Delille.
Spumingaþáttur.
Það var í spurningaþætti í útvarpinu. Leikið var lagið „Af-
brýðisemi" eftir Jacob Gade og áttu þátttakendur að þekkja
lagið.
Það böglaðist fyrir þeim, sem spurður var, og til þess að koma
honum á sporið, sagði spyrjandinn: „Hvaða tilfinningar myndu
vakna hjá yður, ef þér sæjuð mann dansa vangadans við kon-
una yðar?“
,,Samúð,“ svaraði sá spurði.
Reader’s Digest.