Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 40
Ctöndun laufblaðsins er
undirstaða Ufsins á
jörðinnL
„Skoðið akursins liljugrös“.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir Donaid Cuiross Peattie.
ENN á ný hefur náttúran
skrýðzt hinu græna lauf-
skrúði, sem þessi pláneta, þetta
heimili vort klæðist á hverju
vori. Án hins græna laufs væri
hún ekki heimili; ástin til þess
býr djúpt í hverju mannshjarta.
Það er gamall vani hjá mér
að hugsa um laufblöð þegar ég
get ekki sofið. Ég læt huga minn
fyrst hvarfla til stóra eikar-
trésins fyrir utan gluggann
minn með öllum laufblöðum sín-
um, sem myndu þekja 2000 fer-
metra lands, ef þau væru breidd
á jörðina, og gleðst í vitund
þess, að öll vinna þau þögult
nytjastarf í sína þágu og mína,
í þágu alls lífs á jörðinni. Ég
hlusta í anda á fjarlægan lauf-
þyt, sem ég hef heyrt, hinn sef-
andi, silkimjúka klið barrnál-
anna á furutrjánum í nánd við
sumarhúsið mitt, þungan þytinn
í öspinni og þurraskrjáfið í
pálmalaufi hitabeltisins.
Taktu þér laufblað í hönd —
hvaða laufblað sem er—ogskoð-
aðu það vandlega. Þú sérð að
það er ekki eins á báðum hliðum:
efra borðið er dekkra, oft með
gljáandi vaxhúð; neðra borðið
er ljósara, stundum þakið dún-
mjúkum hárum. Hvort borðið
um sig gegnir sínu hlutverki:
öndunin fer fram gegnum neðra
borðið, en nýting sólarorkunnar
í hinu efra.
Trén verða að anda að sér
súrefni til að geta lifað. Það er
súrefnið í blóði mannsins, sem
nærir eld lífsins í honum, Sama
máli gegnir um laufblaðið. Það
tekur einnig til sín súrefni til
þess að leysa úr læðingi þá orku
sem bundin er í sykur- og kol-
vetnisforða þess, þannig að lítill
nýgræðingur geti vaxið og orðið
að stóru tré.
Laufblaðið andar gegnrnn hol-
ur á neðra borði sínu, svo smáar
og þéttsettar að 100 þeirra kæm-
ust fyrir innan í þessu o-i. Þess-
ar holur eru aflangar, líkt og
sjáaldur í kattarauga — og á
sama hátt og það víkkar út í
myrkri og dregst saman í birt'u,
þannig svara öndunarholurnar
á laufblaðinu breytingum í and-
rúmsloftinu. Þegar lof tið er heitt