Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 45

Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 45
MONSIEUR EIFFEL OG TURNINN HANS 43 legir. Hann talaði fyrir máli sínu af svo öruggri sannfæringu og eldlegum áhuga, að jafnvel efasemdamennirnir hrifust með. Félagið samþykkti áætlun Eiffels. Gamalreyndir verk- fræðingar hristu höfuðið og töldu víst, að þetta brúartildur hins unga oflátungs mundi hrynja. En þeim varð ekki að trú sinni; Garonnebrúin var byggð á helmingi skemmri tíma og varð helmingi ódýrari en venjuleg brú af sömu stærð. Aðeins 29 ára gamall var Gust- ave Eiffel byrjaður að breyta samgöngukerfi Evrópu. Eiffel átti, vegna æsku sinnar, í nokkrum erfiðleikum með að halda aga meðal hinna harð- snúnu járniðnaðarmanna við brúarsmíðina. Dag nokkum féll verkamaður í ána. Eiffel var tildursmaður í klæðaburði, en hann smeygði sér úr síðjakkan- um og skónum, stakk sér á eftir verkamanninum og bjargaði honum á land. Því næst færði hann sig í skóna, alvarlegur á svip, klæddi sig í jakkann utan yfir rennvot fötin og sneri sér að verkamönnunum. „Gjörið svo vel,“ sagði hann, „að halda ykkur á vinnupöllunum fram- vegis. Mér þykir gaman að synda, en ekki í fötunum." Eftir þetta bar ekki á óhlýðni meðal verkamanna hans. Bygging Garonnebrúarinnar færði Eiffel það sjálfstraust sem hann þarfnaðist. „Af föður mínum,“ sagði hann einu sinni, „lærði ég að láta mig dreyma. Móðir mín kenndi mér hinar miskunnarlausu reglur viðskipta- lífsins. Það hefur hvorutveggja reynzt mér vel.“ Faðir hans, sem var fyrrverandi riddaraliðsfor- ingi í her Napóleons, var sífellt með stórfelldar áætlanir á prjónunum, en þær komust aldr- ei í framkvæmd. Móðir hans var harðskeyttur kaupsýslumaður og fyrirvinna fjölskyldunnar. Studdur af bjartsýni og áhuga föður síns og fjármunum móð- ur sinnar stofnaði Eiffel fyrir- tækið Eiffél Construction Co. árið 1866. Á látúnsplötunni á skrifstofuhurð fyrirtækisins í París stóð: „G. Eiffel, verktaki. Tekur að sér hverskonar bygg- ingar úr málmi“. Á næstu 20 ár- um varð Gustave Eiffel at- kvæðamesti byggingaverkfræð- ingur í Evrópu. Dag nokkurn, skömmu eftir að hann hóf sjálfstæðan at- vinnurekstur, kom til hans á- hyggjufullur viðskiptavinur — myndhöggvarinn Bartholdi. Nokkrum árum áður hafði Bartholdi fengið hugmyndina að Frelsisstyttunni, er skyldi vera varanlegt tákn um vináttu Frakklands og Bandaríkjanna. Milljónum franka hafði verið safnað og myndhöggvarinn var byrjaður á verki sínu þegar verkfræðingar uppgötvuðu, að ógerlegt mundi vera að gera nógu trausta undirstöðu undir þessa 45 metra háu eirstyttu til 6*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.