Úrval - 01.06.1954, Side 72

Úrval - 01.06.1954, Side 72
70 ÚRVAL upp árið 1861. Þeir bræður blönduðu saman ammoníaki og salti í stórum geymi og leiddu kolsýru í gegnum blönduna. Við það mynduðu natríum, kolefni og súrefni ný efnasambönd: natron og sóda. Með þessari að- ferð varð framleiðsla á þessum tveim þýðingarmiklu efnum ör- ugg og ótrúlega ódýr. Meginkostur aðferðarinn- ar er sá, að ammoníakinu, sem er tiltölulega dýrt, er hægt að ná aftur og nota það að nýju. Og efnin sem fást, einkum sód- inn, eru mjög mikilvægur þátt- ur í margvíslegri iðnaðarfram- leiðslu, t. d. í framleiðslu glers, pappírs o. fl. Þvottasódi, sem er ódýrasta þvottaefni sem til er, er ekki annað en stórir sóda- kristallar og vatn. Hin aðferðin við hagnýtingu salts í þágu iðnaðar er flókn- ari, en gefur hinsvegar af sér fjölbreyttari efni til iðnaðar. Hinn mikli brezki efnafræðing- ur Sir Humphry Davy lagði grundvöllinn að henni fyrir nærri 150 árum. Davy uppgötv- aði, að með því að leiða raf- magn í gegnum upplausn efnis, sem natríum var í, mátti kljúfa efnið í frumefni sín. Þetta er kallað electrolysis (rafgrein- ing). Rafgreining salts er nú orðið byrjunarstig framleiðslu þúsunda hagnýtra efna. Rafgreining saltvatns klýfur það í þrjú meginefni: natríum, klór og vítissóda. Vítissóda þekkja flestir sem sterkt hreinsunarefni. En hann er miklu þýðingarmeiri sem efni í ýmsum iðnaðarvarningi. Loðfeldurinn, flókinn eða stráið, sem prýðir höfuð tízku- dömunnar, þurfti fyrst að bað- ast í vítissódaupplausn áður en hattasaumarinn gat saumað hattinn. Húðin, sem skórnir yð- ar eru gerðir úr og ullin í föt- unum yðar hlaut sömu með- ferð. Bómullin í nærfötunum yðar var styrkt (mercerized) með því að dýfa henni í vítissóda- upplausn. Rayon er framleitt úr beðmi (cellulose) og vítis- sóda. Og fyrsta stigið í fram- leiðslu plastsins, sem er í töl- unum á fötunum yðar, var að blanda koltjöruefni saman við vítissóda. Þessi blanda, en öðru- vísi meðfarin, er einnig uppi- staðan í þeim litarefnum, sem fatnaður er litaður úr. Vítissódinn er notaður á ótal öðrum sviðum, svo sem við framleiðslu lyfja, sprengiefna, sápu, pappírs o. fl. Klór, annað efnið sem fæst við rafgreiningu saltvatns, er enn algengara í nútímaiðn- aði. Ögn af þessari grængulu lofttegund nægir til að drepa mann, en hún hefur líka án efa forðað þúsundum manna frá dauða, því að hún hefur átt mestan þátt í að útrýma tauga- veikinni. Þegar taugaveikin lék lausum hala, var drykkjarvatn- ið aðalsmitberinn, en nú er drykkjarvatn, allsstaðar þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.