Úrval - 01.06.1954, Page 89
HETJUR 1 STRlÐI OG FRIÐI
87
klappaði hún mér hressilesra á
bakið.
„Sæll, Jumbó. Þú mátt til að
fá þér sneið af eplakökunni
minni“.
„Mér þykir eplakaka aldrei
góð,“ sagði ég, ,,og klukkan tíu
að morgni hef ég andstyggð á
henni.“
En hún benti mér á, að ég
gæti ekki dæmt um kökuna fyrr
en ég hefði bragðað á henni. Og
það reyndist líka rétt. Hún fór
með mig inn í matstofuna og
horfði glettnislega á mig meðan
ég var að borða kökusneiðina.
„Er hún ekki góð?“
„Jú, hún er ágæt.“
„Viltu aðra sneið?“
„Nei, guð forði mér frá því“,
svaraði ég.
En það var enginn asi á okk-
ur. Ég fann það á mér að hana
langaði til að tala við mig, og
mér fannst alltaf gaman að
spjalla við hana.
„Hvernig lízt þér á kjólinn
minn?“ spurði hún.
Ég hafði ekki tekið eftir því
að hún var í nýjum kjól. Það
var óvenjulegt, því að maður
tók alltaf eftir kjólunum sem
Rústa var í. Þessi kjóll var
dökkblár með daufu mynztri.
„Dóra, hjálpaði mér til að velja
hann,“ sagði hún. „Hún veit
hvað Jim þykir fallegt. Þess-
vegna bað ég hana að leiðbeina
mér.“
Hún sagði þetta blátt áfram
og augnaráð hennar var rólegt
og stillt eins og augnaráð barns.
Og þó var hún ekkert barn. En
sennilega hafði hún aldrei séð
Jim og Dóru sitja hlið við hlið
eins og elskendur. Ég ávítaði
sjálfan mig í huganum fyrir að
vera svona illa innrættur. Ég
skildi víst ekki hugsanagang
unga fólksins.
„Það er erfitt fyrir Phil — að
við skulum vera nágrannar,"
sagði hún allt í einu. „Dóra er
svo hrifin af hetjum. Hún hefur
dýrkað Gary Cooper og Van
Johnson frá bernsku og henni
finnst lífið eigi að vera eins og
dásamleg kvikmynd. Annars
er hún ekki ánægð með það.
Hvað mig snertir, þá er mér
alveg sama um heiðursmerkin
hans Jims. Ég elska hann —
og hvers vegna elska ég hann?
Ekki vegna heiðursmerkjanna,
það veit guð. Hann var ekki
búinn að fá nein heiðursmerki
— fyrsta kvöldið." Hún þagn-
aði stundarkorn eins og hún
væri að rifja eitthvað upp
fyrir sér! „Hann stóð sig vel,“
hélt hún áfram. „En það gerðu
fleiri, og þeim var ekki einu sinni
þakkað fyrir það. Þetta veit Jim
eins vel og ég. En Dóra —“
Ég fór að velta því fyrir mér,
hvort hún vissi kannski um ferð-
ir hans til Dóru á morgnana.
„Ég gæti ef til vill útvegað ykk-
ur annað —“
„Til hvers væri það? Þetta
skaðar engan — nema þá helzt
Phil. Það hafa allir við eitthvað
að stríða. Fieldhjónin hafa á-
hyggjur út af baminu. Og Hard-