Úrval - 01.06.1954, Page 94

Úrval - 01.06.1954, Page 94
92 tJRVAD en ekki vegna sjálfs sín. Phil Dodson myndi ekki hugsa um sjálfan sig fyrr en í síðustu lög. „Sjáðu til,“ sagði hann um leið og hann tróð tóbaki í píp- una sína.“ Dóru finnst hún bera einskonar ábyrgð á velferð Jims. Hann hafi gert svo mikið fyrir okkur öll og þessvegna —“ „Bull og vitleysa!" sagði ég reiður. „Hann hefur ekki gert neitt fyrir okkur. Hann barðist fyrir land sitt — eins og við gerðum öll eftir beztu getu —“ „Laukrétt," sagði Phil róleg- ur. „Þannig lítum við á málið. Dóra er bezta og elskulegasta stúlkan í heiminu. En hún er rómantísk —“ hann reyndi að kveikja í pípunni, en það tókst ekki. „Ég held að við höfum flest búizt við því að lífið væri rómantísk sæla — það væri sjálfsagður hlutur. Ef við verð- um fyrir vonbrigðum, viljum við hætta leiknum.“ Hann brosti. „Ef til vill litu forfeður okkar skynsamlegar á hlutina. Þeir vissu að lífið var erfitt. Þeim var kennt að gera skyldu sína og fengu enga borgun fyrir yfirvinnu. Þetta eru harðir kost- ir. En gamla fólkið vissi að minnsta kosti hvar það stóð.“ Hann leit á mig. Hvers get- um við krafizt?" „Einskis", sagði ég. „Við get- um einskis krafist.“ „Og hvað er varanlegt?“ „Sálarfriður — að vera sátt- ur við sjálfan sig.“ Hann varð hugsi. „Ég býst við að það sé það sem okkur vantar," sagði hann. Hann renndi sér niður af borð- inu. „Ég er að hugsa um annað — það er út af Allan. Ef til vill ætti ég ekki að segja þér frá því. En þú ert læknir — og við leitum til þín þegar eitthvað bjátar á. Allan er farinn að drekka. Það lá við að ég yrði að bera hann heim hérna um kvöldið. Ég býst við að Magga sé orðin því vön. Hún reis ekki einu sinni upp úr stólnum. Hún rétti bara fram hendurnar og hann féll á kné og grúfði and- litið í kjöltu hennar. Hann há- grét eins og krakki. Hún sat kyrr, strauk hár hans og gaf mér bendingu um að fara. Ég fór. En ég hef aldrei séð hana svona fyrr — hún var svo skyn- söm — það var eins og hún vissi svo mikið —.“ Phil leit íbygginn til mín. „Hvað er það, sem hún veit? Hvað heldur þú að gangi að vesalings piltinum?" „Móðurást." „Ástandið er slæmt. Ef hann athugar ekki sinn gang, verður liann rekinn úr skólanum." Phil fór að færa sig nær dyrunum. „Ég er með söguburð um ná- granna mína eins og gömul kjaftakerling“, sagði hann. „Það er skárra að tala um þá heldur en að láta sem þeir séu ekki til,“ sagði ég. * Þetta sama kvöld lagði ég leið mína heim til Farrhjónana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.