Úrval - 01.06.1954, Page 99
HETJUR I STRÍÐI OG FRIÐI
97
hún horfði svo stillilega á mig
að ég blygðaðist mín fyrir æs-
inguna. Hún brosti jafnvel með
augunum. ,,En það er ekki von-
laust."
Hún mældi í mér hitann, sem
var farinn að lækka, og gaf mér
sopa af viskí og tvo aspírín-
skammta.
,,Þú verður steinsofnaður eft-
ir hálftíma,“ sagði hún, „það er
að segja ef þú ert rólegur. Ég
ætti kannske að lesa svolítið
fyrir þig?“
„Shakespeare er hérna ein-
hversstaðar,“ sagði ég. „Lestu
kafla úr honum — það sem þér
sýnist.“ —
Ég var ákaflega þreyttur, en
mér leið vel. Ég var næstum
sofnaður,*þegar hún hætti lestr-
inum. Hún lokaði bókinni var-
lega. Ég fann að hún strauk
hendinni yfir gráu hárin mín.
Svo laut hún niður og kyssti
mig á vangann.
„Góða nótt. Ég lít inn í fyrra-
málið. Mundu, að ég er reiðu-
búin að koma hvenær sem er.“
Mér fannst ég vera eins og lít-
ill drengur, sem hefur verið
huggaður og hughreystur. Ljós-
ið var slökkt. Ég heyrði að
glugganum niðri var skellt aft-
ur. En stóra húsið var ekki
lengur autt og tómt.
*
Ég er sterkbyggður maður,
enda var ég farinn að ösla krap-
ann eftir tvo daga. Flestir voru
komnir á fætur aftur, en margir
voru guggnir. Phil Dodson var
að sópa snjóinn af tröppunum.
Hann hafði ekki orðið mikið
veikur, en hann leit illa út. Mér
fannst bros hans ekki nógu eðli-
legt.
„Dóra er önnum kafin við að
hjúkra Jim,“ sagði hann. „Ég
býst við að þau langi til að hitta
þig.“
„Ég er á leiðinni til þeirra,"
sagði ég ólundarlega.
Hann varð mér samferða. Ég
vissi ástæðuna — hann kærði
sig ekki um að ég færi að
ímynda mér eitt eða annað.
Það kom í ljós, að Dóra var
ekkert sérlega önnum kafin við
hjúkrunarstörfin — hún sat við
svefnherbergisgluggann og
saumaði. Jim svaf. En hann
sneri ekki til veggjur. Hann
hafði auðsjáanlega verið að
horfa á hana þegar hann sofn-
aði. Það var falleg sjón að sjá
þetta friðsæla heimili. Dóra
hætti að sauma og sagði önug.
„Sjáið þið ekki —“
En það var of seint. Við höfð-
um haft of hátt. Jim opnaði aug-
un og settist upp í rúminu eins
og hann hefði verið staðinn að
einhverju ódæði. Svo lagðist
hann út af aftur og hló uppgerð-
arhlátri.
„Ég var steinsofandi,“ sagði
hann eins og hann væri að af-
saka sig. Hvernig líður þér
læknir? Rústa sagði mér að þú
hefðir veikzt líka. Ég ligg hérna
í leti. Sanders segist ekki finna
neitt að mér.“
„Það er eitthvað að honum,“