Úrval - 01.06.1954, Page 99

Úrval - 01.06.1954, Page 99
HETJUR I STRÍÐI OG FRIÐI 97 hún horfði svo stillilega á mig að ég blygðaðist mín fyrir æs- inguna. Hún brosti jafnvel með augunum. ,,En það er ekki von- laust." Hún mældi í mér hitann, sem var farinn að lækka, og gaf mér sopa af viskí og tvo aspírín- skammta. ,,Þú verður steinsofnaður eft- ir hálftíma,“ sagði hún, „það er að segja ef þú ert rólegur. Ég ætti kannske að lesa svolítið fyrir þig?“ „Shakespeare er hérna ein- hversstaðar,“ sagði ég. „Lestu kafla úr honum — það sem þér sýnist.“ — Ég var ákaflega þreyttur, en mér leið vel. Ég var næstum sofnaður,*þegar hún hætti lestr- inum. Hún lokaði bókinni var- lega. Ég fann að hún strauk hendinni yfir gráu hárin mín. Svo laut hún niður og kyssti mig á vangann. „Góða nótt. Ég lít inn í fyrra- málið. Mundu, að ég er reiðu- búin að koma hvenær sem er.“ Mér fannst ég vera eins og lít- ill drengur, sem hefur verið huggaður og hughreystur. Ljós- ið var slökkt. Ég heyrði að glugganum niðri var skellt aft- ur. En stóra húsið var ekki lengur autt og tómt. * Ég er sterkbyggður maður, enda var ég farinn að ösla krap- ann eftir tvo daga. Flestir voru komnir á fætur aftur, en margir voru guggnir. Phil Dodson var að sópa snjóinn af tröppunum. Hann hafði ekki orðið mikið veikur, en hann leit illa út. Mér fannst bros hans ekki nógu eðli- legt. „Dóra er önnum kafin við að hjúkra Jim,“ sagði hann. „Ég býst við að þau langi til að hitta þig.“ „Ég er á leiðinni til þeirra," sagði ég ólundarlega. Hann varð mér samferða. Ég vissi ástæðuna — hann kærði sig ekki um að ég færi að ímynda mér eitt eða annað. Það kom í ljós, að Dóra var ekkert sérlega önnum kafin við hjúkrunarstörfin — hún sat við svefnherbergisgluggann og saumaði. Jim svaf. En hann sneri ekki til veggjur. Hann hafði auðsjáanlega verið að horfa á hana þegar hann sofn- aði. Það var falleg sjón að sjá þetta friðsæla heimili. Dóra hætti að sauma og sagði önug. „Sjáið þið ekki —“ En það var of seint. Við höfð- um haft of hátt. Jim opnaði aug- un og settist upp í rúminu eins og hann hefði verið staðinn að einhverju ódæði. Svo lagðist hann út af aftur og hló uppgerð- arhlátri. „Ég var steinsofandi,“ sagði hann eins og hann væri að af- saka sig. Hvernig líður þér læknir? Rústa sagði mér að þú hefðir veikzt líka. Ég ligg hérna í leti. Sanders segist ekki finna neitt að mér.“ „Það er eitthvað að honum,“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.