Úrval - 01.06.1954, Page 100
98
ÚRVAL
sagði Dóra. „Það var gremja
í röddinni. „Það geta allir séð“.
„Letin er stundum einkenni-
leg,“ sagði ég. „Við notum hana,
stundum þegar við erum að flýja
erfiðleikana. Þú segist ekki geta
lesið. Þú þorir ekki að reyna
það. Svo gefstu upp —“ Þetta
voru óþvegin orð. En hann átti
þau skilið — og Dóra ekki síð-
ur. „Það sem þú þarft að gera,
vinur minn, er að hætta að vor-
kenna sjálfum þér. Hættu að
hugsa um sjálfan þig. Það sem
þú ert svona hræddur við, er
ekki þess virði, þegar á allt er
Iitið.“
„Ég held að þér séuð bæði
heimskur og illgjarn," sagði
Dóra við mig með þjósti. Það
munaði minnstu að hún færi að
gráta — það var allra veðra von.
Phil tók í öxl hennar.
„Stilltu þig, góða“, sagði hann.
„Þú ert ekki sanngjörn, — þú
veizt að þú ert ekki sanngjörn."
Hún leit á hann. Það var bæði
ofsi og furða í svip hennar eins
og ókunnur maður hefði lagt á
hana hendur. Augu hennar fyllt-
ust tárum. Svo sleit hún sig
lausa og hljóp fram í eldhúsið.
„Hún er dauðþreytt," sagði
Jim. „Hún hefur ekki þolað
þetta erfiði — að hjúkra mér
ofan á allt annað —“
Ég gerði ráð fyrir að þetta
„allt annað“ væri Phil.
Það var ekki hægt að segja
að heimsóknin hefði tekist vel,
Phil spurði mig hvort ég vildi
koma heim með sér og þiggja
hressingu. Ég tók eftir því að
hönd hans titraði þegar hann
hellti í glösin.
„Inflúensan fer ekki vel með
mann —“ sagði hann. Svo hélt
hann áfram og var óðamála:
„Þú mátt ekki vera reiður við
Dóru. Hún er ekki með sjálfri
sér. Um kvöldið þegar bylurinn
skall á vildi Jim endilega fara
út og taka þátt í hjálparstarfinu
— grafa hina dauðu og hugga
hina deyjandi — og þar fram
eftir götunum. Ég held að hann
hafi ætlað að sýna Dóru hvern-
ig hetjur bregðast við þegar
drepsóttir geisa. En það var
enginn í andarslitrunum og eng-
inn í hættu. Jim var með hita
og Rústa reyndi að koma vit-
inu fyrir hann. En þegar hann
varð óður og ætlaði að fara í
fötin, sló hún hann niður — eftir
því sem Dóra sagði mér kom
höggið á kjálkann. Ég hló mig
máttlausan. Þetta var nákvæm-
lega það sem Rústa hefði gert,
ef hún hefði verið að bjarga
manni frá drukknun, sem
streittist á móti. En Dóra gat
ekki litið þannig á málið. í henn-
ar augum var Rústa hrotti og
skass — eins og raunar við öll.
Við skiljum ekki hetjur.“ Hann
þagnaði. „Auðvitað getur skrif-
stofuþræll ekki skilið þær.“
„Fjandinn hirði allar hetjur!“
sagði ég reiður.
Hann glotti.
„Þakka þér fyrir orðið. Það
er allt í lagi með mig. Það get-
ur verið að ég sé sjóndapur og