Úrval - 01.06.1954, Page 100

Úrval - 01.06.1954, Page 100
98 ÚRVAL sagði Dóra. „Það var gremja í röddinni. „Það geta allir séð“. „Letin er stundum einkenni- leg,“ sagði ég. „Við notum hana, stundum þegar við erum að flýja erfiðleikana. Þú segist ekki geta lesið. Þú þorir ekki að reyna það. Svo gefstu upp —“ Þetta voru óþvegin orð. En hann átti þau skilið — og Dóra ekki síð- ur. „Það sem þú þarft að gera, vinur minn, er að hætta að vor- kenna sjálfum þér. Hættu að hugsa um sjálfan þig. Það sem þú ert svona hræddur við, er ekki þess virði, þegar á allt er Iitið.“ „Ég held að þér séuð bæði heimskur og illgjarn," sagði Dóra við mig með þjósti. Það munaði minnstu að hún færi að gráta — það var allra veðra von. Phil tók í öxl hennar. „Stilltu þig, góða“, sagði hann. „Þú ert ekki sanngjörn, — þú veizt að þú ert ekki sanngjörn." Hún leit á hann. Það var bæði ofsi og furða í svip hennar eins og ókunnur maður hefði lagt á hana hendur. Augu hennar fyllt- ust tárum. Svo sleit hún sig lausa og hljóp fram í eldhúsið. „Hún er dauðþreytt," sagði Jim. „Hún hefur ekki þolað þetta erfiði — að hjúkra mér ofan á allt annað —“ Ég gerði ráð fyrir að þetta „allt annað“ væri Phil. Það var ekki hægt að segja að heimsóknin hefði tekist vel, Phil spurði mig hvort ég vildi koma heim með sér og þiggja hressingu. Ég tók eftir því að hönd hans titraði þegar hann hellti í glösin. „Inflúensan fer ekki vel með mann —“ sagði hann. Svo hélt hann áfram og var óðamála: „Þú mátt ekki vera reiður við Dóru. Hún er ekki með sjálfri sér. Um kvöldið þegar bylurinn skall á vildi Jim endilega fara út og taka þátt í hjálparstarfinu — grafa hina dauðu og hugga hina deyjandi — og þar fram eftir götunum. Ég held að hann hafi ætlað að sýna Dóru hvern- ig hetjur bregðast við þegar drepsóttir geisa. En það var enginn í andarslitrunum og eng- inn í hættu. Jim var með hita og Rústa reyndi að koma vit- inu fyrir hann. En þegar hann varð óður og ætlaði að fara í fötin, sló hún hann niður — eftir því sem Dóra sagði mér kom höggið á kjálkann. Ég hló mig máttlausan. Þetta var nákvæm- lega það sem Rústa hefði gert, ef hún hefði verið að bjarga manni frá drukknun, sem streittist á móti. En Dóra gat ekki litið þannig á málið. í henn- ar augum var Rústa hrotti og skass — eins og raunar við öll. Við skiljum ekki hetjur.“ Hann þagnaði. „Auðvitað getur skrif- stofuþræll ekki skilið þær.“ „Fjandinn hirði allar hetjur!“ sagði ég reiður. Hann glotti. „Þakka þér fyrir orðið. Það er allt í lagi með mig. Það get- ur verið að ég sé sjóndapur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.