Úrval - 01.06.1954, Page 101

Úrval - 01.06.1954, Page 101
HETJUR I STRlÐI OG FRIÐI 99 með ilsig — en ég get barizt ef ég er neyddur til þess.“ Eftir andartaksþögn bætti hann við: „Annaðhvort treysti ég fólki eða ég treysti því ekki.“ Um jólin færðist kyrrð og ró yfir þorpið. Það dró úr deilum og ýfingum. Við hlökkuðum öll til samkvæmisins á gamlárs- kvöld, eins og Rústa hafði spáð, — jafnvel Jim. Breytingin á gömlu hlöðunni hafði heppnast vonum framar. Piltarnir höfðu fengið málningu gefins og þessvegna orðið að bjargast við marga liti. Af þeirri ástæðu var heildarsvipurinn dá- lítið óvenjulegur, en hins vegar f jörlegur og lifandi. Rústu hafði tekizt að útvega f jögurra manna hljómsveit endurgjaldslaust. Mat og aðrar veitingar lögðu fjölskyldur í þorpinu til sam- eiginlega. Við komum öll sparibúin. Þetta var sérstaklega hátíðleg stund fyrir mig. Eg var sem sé nýbúinn að frétta, að synir mínir tveir, Bill og Andy, væru lagðir af stað heimleiðis frá Þýzkalandi. Það lá svo vel á mér að ég vissi ekki fyrr en ég var farinn að dansa gamlan vals, svo að ekkert stóðst fyrir mér. Ég bauð Möggu upp, af því að Allan hreyfði sig ekki frá barnum. Það var ekki annað á boð- stólum en öl og gosdrykkir, en Allan og tveir aðrir höfðu tekið kvöldið snemma. Þegar ég sveif framhjá tók ég eftir því, að það var þegar kominn sljóleikasvip- ur á andlit hans. Hann var bú- inn að steingleyma Möggu og það dansaði enginn við hana. Ekki svo að skilja að menn hefðu ímugust á henni — hún var bara ein af þessum stúlk- um, sem enginn tekur eftir. Satt að segja tók ég ekki heldur eftir henni. Það var Rústa sem veitti henni athygli og sá hvernig henni leið. Og hún sendi mig til liennar. „Þú verður að gera skyldu þína, Jumbó,“ sagði hún og var fastmælt: „Dansaðu við veslings stúlkuna og liggðu nú ekki á liði þínu.“ # Magga dansaoi þunglamalega í fyrstu — hún gerði allt þung- lamalega. Það var sama hvað það var. Hún var alltaf að af- saka sig. Ég held að hún hefði helzt viljað hlaupa í felur, og í hvert skipti sem við svifum framhjá Allan, mændi hún á hann með biðjandi augnaráði. En það er erfitt að standast mig þegar ég er búinn að ná mér á strik. Brátt tók roði að færast í vanga hennar og ljómi í augun. Þegar ég leit á hana brosti hún við mér. „Þér eruð ákaflega góður,“ sagði hún. „Af því að mér þykir gaman að dansa við fallega stúlku?“, sagði ég. „Þér vitið að ég er ekki falleg.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.