Úrval - 01.12.1955, Side 12

Úrval - 01.12.1955, Side 12
s ÚRVAL Erin ofar eru menn fornstein- aldar yngri (U'p'per Paleolithic- um); af þeim er Krómagnon- maðurinn ef til vill kunnast- ur, þó að þá væru uppi margir aðrir „kynþættir". Þessir menn forristeinaldar yngri voru næst- um að öllu leyti eins og við. Síðan hefur ekki verið um nein- ar Iíkamlegar framfarir að ræða, aðeins hægfara söfnun siðvenja og þekkingar, sem birt- ist í þróun tækni, félagshátta og' siðgæðis. Öld homo scvpiens. P. B.: Hvenær kom homo sapiens — hinn vitiborni mað- ur — fyrst fram á sjónarsvið- ið? J. R.: Því er ekki unnt að svara, þó að nýjustu uppgötv- anir bendi til að hann sé miklu eldri í hettunni en talið hefur verið. Árið 1947 fannst í helli skammt frá La Rochefoucauld í Prakklandi hluti úr hauskúpu, sem áreiðanlega er af manni, náskyldum homo sapiens. En hún er eldri en Neanderdals- maðurinn, sem greina má ekki aðeins af steináhöldunum er funduzt hjá henni heldur einn- ig af þeim dýraleifum, sem funduzt þar og eru af dýrum frá hlýrra skeiði. P.B.: Teljið þér að maður- inn hafi „orðið til“ eða komið fram fyrst á einum stað á jörð- inni, eða á mörgum stöðum? J. R.: Ég held að flestir stein- gervingafræðingar séu þeirrar skoðunar, að maðurinn hafi „orðið til“ á einum stað, þó að menn séu ekki á eitt sáttir um hvort það hafi verið í Afríku eða Asíu. P. B.: Hvernig munduð þér vilja skilgreina muninn á mann- inum og dýrunum? J. R.: Með því að við þekkj- um nú millistig milli mannsins og annarra dýra — og með því að við munum að öllum líkind- um finna fleiri slík millistig í framtíðinni — verður æ erfið- ara að segja með vissu: „þarna enda dýrin og þarna tekur maðurinn við.“ Almennt talað munu menn nú sammála um að telja fyrsta manninn þann sem fyrstur gerði áhöld. Það er að minu viti eins góður mæli- kvarði og hvað annað. Víst er að engin önnur dýr en maður- inn geta gert sér áhöld, þó að greina megi í sumum dýrum það sem kalla mætti ófullkomna „smíðanáttúru." Sjimpansar geta t. d. rekið bambusstengur hverja inn í aðra og gert sér þannig nógu langa stöng til þess að stjaka til sín hlutum, t. d. ávöxtum, sem látnir hafa verið svo langt frá þeim, að þeir gátu ekki náð til þeirra öðruvísi. P. B.: Það er rétt, að „þró- unarseinkunin“ sem við töluðum um áðan, kann að vera afleið- ing tilviljunar, en hafi verið um tilviljun að ræða, verðum við að viðurkenna að hún hafi verið stórkostlegri en svo að nokkur sambærileg tilviljun verði fund-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.