Úrval - 01.12.1955, Page 18

Úrval - 01.12.1955, Page 18
14 tjRVAL þá var augljóst, að sessunautur minn tók sinn þátt alvarlega. Ég fann, að gagnvart þessum manni gat ég ekki sagt ósatt, jafnvel ekki í smámáli eins og þessu. , „Ég veit ekkert um Bach,“ sagði ég vandræðalegur. ,,Ég hef aldrei heyrt neitt eftir hann.“ Furðusvipur kom á andlit hans, rétt eins og ég hefði sagt, að ég hefði aldrei komið í bað um ævina. „Það er ekki af því að ég vilji ekki hafa ánægju af að hlusta á Bach,“ sagði ég óða- mála. „Ég er bara laglaus, eða næstum laglaus og hef í raun- inni aldrei hlustað á tónlist neins tónskálds.“ Áhyggjusvipur kom .á andlit gamla mannsins. „Viljið þér gera mér þann greiða,“ sagði hann allt í einu, „að koma með mér?“ Hann stóð upp og tók undir handlegg mér. Ég stóð upp. Þegar hann leiddi mig í gegn- um þéttsetna stofuna hafði ég ekki augun af gólftepp- inu. Lágur undrunarkliður fylgdi okkur fram í anddyrið. Einstein gaf honum engan gaum. Hann fór með mig upp á loft. Augljóst var, að hann var kunnugur í húsinu. Þegar upp kom, 'opnaði hann hurð að herbergi með bókum við alla veggi, togaði mig inn fyrir og lokaði hurðinni. „Viljið þér nú ekki segja mér,“ sagði hann og brosti vin- gjarnlega, ,hve lengi þér hafíð haft þessa afstöðu til tónlist- ar?“ „Alla ævi,“ sagði ég og fór hjá mér. „En ég bið yður í öll- um bænum að fara niður að hlusta. Það skiptir engu máii þó að ég hafi ekki gaman af að hlusta á tónlist.“ Hann hristi höfuðið og hleypti brúnum, eins og ég hefði sagt eitthvað, sem ekki kom málinu við. „Segið mér,“ sagði hann, „hafið þér ekki gaman af neinni tónlist?“ „Jú,“ ég hef gaman af söng- lögum og annarrí tónlist, ef ég get fylgt laginu.“ Hann kinkaði kolli brosandi. „Þér getið kannski nefnt mér dæmi?“ „Ja-há,“ sagði ég hikandi, „næstum allt sem Bing Crosby syngur.“ Hann kinkaði aftur kolli, á- kafur. „Ágætt!“ Hann gekk út í horn á her- berginu, opnaði grammófón og" fór að leita að plötu. Ég horfði vandræðalega á hann. „Hérna!“ sagði hann brosandi og tók fram plötu. Hann setti plötuna á fón- inn og brátt hljómaði hin angur- væra, sefandi rödd Bings Cros- by í laginu „Þegar blámi næt- urinnar mætir gulli dagsins.“ Einstein horfði á mig með Ijóma í augum og sló taktinn með pípumunnstykkinu. Þegar Cros- by hafði sungið þrjár eða fjórar hendingar stöðvaði Einstein fón- inn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.