Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 20
16
ÚRVAL
Einsteins ljómaði af viðurkenn-
ingu.
Á eftir Caruso komu að
minnsta kosti tíu plötur. Ég
gat ekki losað mig við þá ótta-
blöndnu lotningu sem greip mig
andspænis þessu mikilmenni,
sem tilviljunin hafði komið mér
í kynni við, og sem nú beindi
allri athygli sinni að því sem ég
var að gera, eins og ekkert
annað kæmi honum við.
Við komum loksins að tón-
list án orða, sem hann lét mig
raula. Þegar ég kom að háum
tóni, opnaði Einstein munninn
og hallaði höfðinu aftur á bak
eins og hann vildi létta undir
með mér að ná því sem ég gat
ekki náð. Samt hef ég líklega
komizt nógu nærri tóninum, því
að allt í einu lokaði hann
grammófóninum.
,,Jæja, ungi maður,“ sagði
hann og stakk hendinni undir
handlegg mér. „Nú erum við
reiðubúnir að hlusta á Bach.“
Þegar við snerum aftur tii
sæta okkar í dagstofunni voru
hljóðfæraleikararnir að stilla
hljóðfæri sín fyrir næsta verk.
Einstein brosti og klappaði mér
hughreystandi á hnéð. „Lofið
nú bara sjálfum yður að
hlusta,“ sagði hann. „Það er
allur vandinn."
Það var auðvitað ekki allur
vandinn. En án þeirrar fyrir-
hafnar, sem hann tók á sig
vegna bráðókunnugs manns,
mundi ég aldrei hafa heyrt eins
og ég heyrði þetta kvöld í fyrsta
skipti „Sheep May Safely
Graze“ eftir Bach. Ég hef oft
heyrt það síðan. Ég held ég
verði aldrei leiður á því. Af því
að ég hlusta aldrei á það einn.
Ég sit við hlið lágvaxins'
manns, með silfurhvítan makka,
með útbrunna pípu milli tann-
anna og með augu sem geyma
í óvenjulegum yl sínum öll und-
ur heimsins.
Þegar leiknum var lokið tók
ég af einlægni undir fagnaðar-
læti gestanna.
Allt í einu stóð húsmóðirin
fyrir framan okkur. „Mér þykir
leitt, dr. Einstein”, sagði hún
og sendi mér ískalt augnatillit,
„að þér skylduð missa svo mik-
ið úr hljómleikunum.“
Við Einstein flýttum okkur að
rísa á fætur. „Mér þykir það
líka ieitt,“ sagði hann. „En
þessi ungi vinur minn og ég
höfum verið önnum kafnir við
það mikilvægasta verkefni,
sem fallið getur í skaut nokkr-
um manni.“
Það kom undrunarsvipur á
hana. „Jæja,“ sagði hún. „Og'
hvað var það?“
Einstein brosti og lagði
handlegginn yfir herðar mér.
Og svo mælti hann þau orð,
sem — að minnsta kosti í aug-
um eins manns er stendur í ó-
bætanlegri þakkarskuld við
hann — eru honum verðug graf-
skrift:
„Við vorum að opna blindum
sýn inn á örlitla skák af ómælis-
vídd fegurðarinnar.“