Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 20

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 20
16 ÚRVAL Einsteins ljómaði af viðurkenn- ingu. Á eftir Caruso komu að minnsta kosti tíu plötur. Ég gat ekki losað mig við þá ótta- blöndnu lotningu sem greip mig andspænis þessu mikilmenni, sem tilviljunin hafði komið mér í kynni við, og sem nú beindi allri athygli sinni að því sem ég var að gera, eins og ekkert annað kæmi honum við. Við komum loksins að tón- list án orða, sem hann lét mig raula. Þegar ég kom að háum tóni, opnaði Einstein munninn og hallaði höfðinu aftur á bak eins og hann vildi létta undir með mér að ná því sem ég gat ekki náð. Samt hef ég líklega komizt nógu nærri tóninum, því að allt í einu lokaði hann grammófóninum. ,,Jæja, ungi maður,“ sagði hann og stakk hendinni undir handlegg mér. „Nú erum við reiðubúnir að hlusta á Bach.“ Þegar við snerum aftur tii sæta okkar í dagstofunni voru hljóðfæraleikararnir að stilla hljóðfæri sín fyrir næsta verk. Einstein brosti og klappaði mér hughreystandi á hnéð. „Lofið nú bara sjálfum yður að hlusta,“ sagði hann. „Það er allur vandinn." Það var auðvitað ekki allur vandinn. En án þeirrar fyrir- hafnar, sem hann tók á sig vegna bráðókunnugs manns, mundi ég aldrei hafa heyrt eins og ég heyrði þetta kvöld í fyrsta skipti „Sheep May Safely Graze“ eftir Bach. Ég hef oft heyrt það síðan. Ég held ég verði aldrei leiður á því. Af því að ég hlusta aldrei á það einn. Ég sit við hlið lágvaxins' manns, með silfurhvítan makka, með útbrunna pípu milli tann- anna og með augu sem geyma í óvenjulegum yl sínum öll und- ur heimsins. Þegar leiknum var lokið tók ég af einlægni undir fagnaðar- læti gestanna. Allt í einu stóð húsmóðirin fyrir framan okkur. „Mér þykir leitt, dr. Einstein”, sagði hún og sendi mér ískalt augnatillit, „að þér skylduð missa svo mik- ið úr hljómleikunum.“ Við Einstein flýttum okkur að rísa á fætur. „Mér þykir það líka ieitt,“ sagði hann. „En þessi ungi vinur minn og ég höfum verið önnum kafnir við það mikilvægasta verkefni, sem fallið getur í skaut nokkr- um manni.“ Það kom undrunarsvipur á hana. „Jæja,“ sagði hún. „Og' hvað var það?“ Einstein brosti og lagði handlegginn yfir herðar mér. Og svo mælti hann þau orð, sem — að minnsta kosti í aug- um eins manns er stendur í ó- bætanlegri þakkarskuld við hann — eru honum verðug graf- skrift: „Við vorum að opna blindum sýn inn á örlitla skák af ómælis- vídd fegurðarinnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.