Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 22
18
ÚRVAL
hann er ekki skoðaður með aug-
um þeirra, á hann sér hvorki
veruleika né merkingu.
Það er unaðslegt að skrifa (segir
Flaubert), hvort heldur er vel eða
illa — að vera ekki lengur í sjálfum
sér, heldur í heimi, sem maður hefur
algerlega skapað sjálfur. í dag var
ég til dæmis maður og kona, elsk-
hugi og ástrney, ríðandi á hesti að
áliðnum haustdegi undir gulu laufi,
og ég var líka hesturinn, blöðin,
vindurinn, orðin sem persónur mínar
sögðu, jafnvel rauðglóandi sólin sem
hálflokaði ástdrukknum augum
þeirra.
Það hlýtur að vera undur-
samleg reynsla, að vera ekki
aðeins í sjálfum sér, heldur einn-
ig í öðrum persónum og hlutum
En það er vissulega eigingirni,
og eins og fornir spekingar og
nútíma sálfræðingar rnunu geta
frætt þig um, getur eigingirnin
verið slæmur ágalli. Rithöfund-
urinn veit þetta, en hvernig get-
ur maður, sem samkvæmt eðli
köllunar sinnar verður algerlega
að treysta á sjálfshugð sína,
hvernig getur hann afsalað sér
þessu nauðsynlega verkfæri ?
Það væri sama og að skipa smiði
að fleygja hamrinum eða bíl-
virkja að komast af án skrúf-
lykils. Rithöfundurinn á ekki
um neitt að velja.
,,Ef ég hætti að skrifa,“ segir
Flaubert, „væri ekki annað fyr-
ir mig að gera en að binda stein
um háls mér og fleygja mér
í ána.“ Og frú Woolf segir: „Ef
kvíði eða eitthvað annao dreg-
ur hug minn burt frá auðri örk-
inni fyrir framan mig, þá er
hann eins og einmana barn —
sem ráfar um húsið eða situr
grátandi í neðsta stigaþrep-
inu.“
Þegar frú Woolf horfir á auða
örkina fyrir framan sig, þá er
hún auðvitað að horfa inn í
sjálfa sig. Örkin er ekki annað
en tjaldið, sem hún varpar á
atriðunum, sem verða til í huga.
hennar. Það er áframhaldandi
sýning, og með því að eini á-
horfandinn að sýningunni leikur
einnig öll hlutverkin, er ekki
að undra þó að annað komist
ckki að.
Þrátt fyrir aðvaranir fornra
spekinga og sálfræðinga er þessi
altæka sjálfshugð ekki hættuleg
rithöfundinum. Með því að vera
sífellt að jórtra sitt eigið égr
eyðir hann því. Ég hef engar
áhyggjur af honum. Ég er að
hugsa um fólkið í kringum hann,
einkum þá sem eru í nánum
tengslum við hann. Hlustaðu á
frú Woolf:
Maður verður að kornast út úr líf-
inu — já, það er þessvegna sem mér
er svo illa við þegar Sydney ónáðar
mig. Sydney kemur, og- ég verð Virg-
inía; þegar ég er að skrifa er ég
aðeins skynjun. Stundum þykir mér
gott að vera Virginía, en aðeins þeg-
ar hugur minn er dreifður, þegar ég
þrái félagsskap. En meðan við erum
hér, vil ég aðeins vera skynjun.
Svo virðist sem frú Woolf vilji
geta skrúfað frá og lokað fyrir
fólk eins og útvarpsstöð, finnst