Úrval - 01.12.1955, Page 35

Úrval - 01.12.1955, Page 35
ÉG ER STRANGUR LÖGREGLUÞJÓNN 31 in og hryllilega limlest. Þegar sjúkrabíllinn var farinn og bíl- flökin höfðu verið dregin burtu, fór ég heim til ungu hjónanna. Barnfóstran, sem fengin hafði verið til að gæta tveggja ára dóttur hjónanna, opnaði fyrir mér. Barnið svaf vært uppi á lofti. Ég hlúði að litlu telpunni og settist á rúmstokkinn hjá henni meðan ég var að ná valdi á tilfinningum mínum. Því næst varð ég að fara á spítalann til að yfirheyra kon- una, sem ekið hafði bílnum er olli slysinu. Hún var grátandi — það var nýbúið að segja henni frá því, að annað barnið hennar væri dáið. Og hún hafði drepið tvær saklausar mann- eskjur og gert barn þeirra munaðarlaust. Viljið þér enn að ég sleppi yður, frú?“ Ég hef nú starfað í umferðar- lögreglunni í ellefu ár og séð alltof mikið af því, hvernig fólk, sem situr við bílstýri, limlestir sjálft sig og þá sem því þykir vænt um. Þetta er næstum allt prútt -og elskulegt fólk, sem aldrei mundi láta sig dreyma um að fremja glæp. En hér, á þessari malbikuðu ökubraut, þar sem ég gegni starfi mínu, er eins og morðfýsnin nái tökum á því. En það er vonlaust verk að fá það til að skilja þetta, fyrr en um seinan. Fyrir nokkrum dögum stöðv- aði ég stóran, nýjan bíl. Hann ók með 120 km hraða. Maður- inn sem ók hafði konuna sína við hlið sér og þrjú lítil börn aftur í. „I svona umferð,“ sagði ég við hann, „ættuð þér að hugsa svolítið um líf barn- anna yðar, þó að þér séuð ber- sýnilega kærulaus um yðar eig- ið líf.“ „Hvað kemur yður þetta við?“ spurði hann. „Kærið mig, en skiptið yður ekki af því sem yður kemur ekki við. Ef mig langar til að drepa börnin mín, þá er það mál sem varðar mig einan.“ Ofbýður yður? Þetta eru hreinustu blíðmæli í samanburði við margt af því sem aðrir öku- menn hafa sagt við mig. Og þó eru þetta sömu mennirnir sem ég verð að losa úr samanbelgd- um bílum, með brotinn brjóst- kassa eftir stýrið, brotna limi og blóðistokkið, afmyndað and- lit. Ég man enn kvöldið þegar hópur drengja hafði fengið leyfi til að sitja uppi á heyvagni. Hann ók löturhægt og skrölt- andi eftir veginum með tvö dinglandi ljósker aftan á sér. Aflmikill bíll kom brunandi og ók beint aftan á heyvagninn svo að drengirnir köstuðu í all- ar áttir. Það þurfti fimm eða sex sjúkrabíla til að flytja þá á spítalann. Ég hjálpaði til að lyfta lim- lestum barnslíkömunum upp á sjúkrabörur. Á eftir tók ég manninn, sem ók bílnum, upp í bílinn minn og fór með hann á stöðina. Hann var þekktur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.