Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 42

Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 42
38 ÚRVAL angi, sem fæddur var fyrir tím- ann, var látinn í fósturkassa hjá miklu stærra barni, af því að annar kassi var ekki laus. Litli anginn fann fót rekkju- nautar síns við kinn sér, kom upp í sig stóru tánni og saug hana sæll og ánægður, bæði ljósmóðurinni og móðurinni til mikillar gleði, því að þetta var merki um heilbrigðan lífsþrótt. Svo virðist sem það fari nokk- uð eftir löndum hve algengt það er að mæður geta ekki haft börn á brjósti. Hvergi mun þetta getuleysi jafnalgengt og í Bandaríkjunum. 1 Svíþjóð hafa 9 af hverjum 10 mæðrum börn sín á brjósti. Þar er talið sjálf- sagt, að móðirin hafi barn sitt á brjósti. Móðirin vill það og barnið líka, og þeim verður báðum að ósk sinni. Og bæði njóta þessa náttúrlega, nána samneytis. Það er mikið um það talað, að það sé nauðsynlegt fyrir eðlilegan geðþroska barnsins að það fái að sjúga móður sína. Þetta er vafalaust rétt, en það mætti líka gjarnan leggja á- herzlu á þau góðu áhrif sem brjóstgjöfin hefur á mó'ðurina. Brjóstgjöfin er líkamlega ná- tengd fæðingunni. Þegar litli munnurinn togar í brjóstvört- una, hefur það þau áhrif, að legið dregst saman — sem er mikilvægur þáttur í viðleitni náttúnmnar til að koma sköpu- Iagi móðurinnar aftur í réttar skorður. (Athuganir benda til, að þessir háttbrmdnu samdrættir haldi áfram í 20 mínútur eftir að barnið byrjar að sjúga.) Brjóstagjöfin örvar myndun hormóna, ekki aðeins fyrir leg- ið og brjóstin, heldur fyrir allan líkamann. Líffræðilega er þetta þáttur í hinum háttbundnu sveiflum í líffærastarfsemi kon- unnar. ,,Brjóstgjöf,“ segir dr. C. Anderson Aldrich í grein í Ameríska Iæknablaðinu, ,,er þáttur í sálrænu þroskaferli konunnar.“ Æxlunai’hlutverki konunnar er þá fyrst lokið, þeg- ar getnaður, fæðing og eðlileg brjóstgjöf hefur farið fram. Heilbrigðar mæður, sem hafa börn sín á brjósti, eru á einu máli um, að brjóstgjöfinni fylgi vellíðan, beinlýnis unaður, er sé bæði líkamlegs og sálræns eðlis. Hversvegna svifta svo margar mæður sig einhverri þeirri fegurstu líkamlegu reynslu, sem lífið hefur að bjóða þeim? Blátt áfram af því að þær þekkja hana ekki og þeim er ekki sagt frá henni. Blöð og kvikmyndir eru of önn- um kafin að lofsyngja brjóstin sem útvortis kyntákn, er séu til þess eins að lokka karl- mennina. Sem betur fer eru enn til margir eiginmenn, sem eru stoltir af að sjá konu sína með barn á brjósti. Með barn sitt á brjósti er konan í augum þeirra fegursta madonna í heimi. Það er blátt áfram óhugnanlegt, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.