Úrval - 01.12.1955, Side 44

Úrval - 01.12.1955, Side 44
40 ÚRVAL. Rolligonmn er ökutæki, sem énn er á tilraunastigi. En hug- myndin, sem gerð hans byggist á, er ef til vill merkilegasta nýj- ung í samgöngutækni, sem f ram hefur komið síðan hjólið var fundið upp. Ríkisstjórn Banda- ríkjanna hefur eytt 20 milljón- um króna í tilraunir á þessu sérkennilega ökutæki, sem hún hyggst nota til herflutninga yfir veglaus öræfi. Þessar tilraunir hafa staðfest, að aka má rolli- goninum yfir snjó, sand, ís, for- areðju, fenjamýrar, kletta og runna í hvernig veðri sem er. Og hann er ekki dýrari í rekstri en sambærileg ökutæki. Saga rolligonsins byrjar á Beringssundi við strönd Alaska vordag einn árið 1935, þar sem Albeehjónin vor kennarar í Eskimóabyggð. Albee var að koma af rostungsveiðum ásamt tíu Eskimóum í húðkeip. Þeir höfðu veitt vel og nú þurfti að koma veiðinni heim. Albee horfði á Eskimóana blása upp þéttsaumaða selskinsbelgi. líka koddum í laginu. Á þessum helgjum fluttu þeir fimm lestir af rostungskjöti upp brattan malarkamb, býsna stórgrýttan, eins og leikur væri. Albee hugsaði ekki frekar um þetta fyrr en eftir að Kóreu- stríðið hófst. Bandaríski herinn var vel búinn að ökutækjum, en þau komu að litlu gagni á forarblautum vegum landsins og hrísgrjónaökrunum, sem voru að mestu undir vatni. Wedemeyer hershöfðingi var góðvinur Williams Albee og spurði hann eitt sinn að því hvoi$ >{hann gæti ekki útbúið eitthvert Ökutæki í svipuðum dúr og þessir belgir, sem hann hefði einu sinni sagt sér, að Eskimóar notuðu. „Væri ekki hægt að nota einhver þvílík ökutæki til birgðaflutninga á hrísökrunum í Kóreu?“ spurði hann. Albee keypti sér sex gúmmí- fótknetti í leikfangabúð og fór með þá heim til Wedemeyers. Þar blés hann þá upp, þó ekki meira en svo að þeir voru linir. Því næst tóku þeir, hann og hershöfðinginn, þungt kínverskt kaffiborð, hvolfdu því og lögðu það á knettina. Kona Albees og kona hershöfðingj- ans komu fyrir allskonar farar- tálmum á gólfinu: pappírspress- un, öskubökkum og bókastoð- um. Því næst stigu hershöfð- inginn og kona hans upp á borðið og héldu sér í fæturna, en Albee ýtti borðinu hægt fram og aftur eftir gúmmí- knöttunum og yfir torfærurn- ar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.