Úrval - 01.12.1955, Side 46
42
tTRVAL
þegar verið notaðir til að flytja
geysiþung stykki í bráðabirgða-
brýr, sem herinn hefur gert.
Næstum allir, sem horft hafa
á rolligoninn í akstri, spyrja:
„Hvað skeður ef springur?
Sundrast belgurinn þá ekki eins
og loftbelgur sem springur?“
Nei. Vegna þess hve þrýst-
ingurinn í belgjunum er lítill,
streymir loftið mjög hægt út
þó að gat komi á þá.
Til hvers mun rolligoninn
verða notaður í framtíðinni ?
Sumir landbúnaðarsérfræðingar
spá því, að hann muni valda
jafnmikilli bylting-u í landbún-
aðinum og dráttarvélar óg önn-
ur vélknúin tæki ollu þegar þau
leystu hestinn af hólmi.
Draumur Albees er að fram-
leiða ódýrt, öruggt farartæki,
sem allir geti eignast og nota
megi hvar sem er. Augljóst er,
að þörfin er mikil, því að enn
eru sex sjöundu af öllu þurr-
lendi jarðarinnar vegleysur.
Getur sá draumur orðið að
veruleika? „Næst þegar einhver
segir við mig, að það sé ekki
hægt,“ segir Albee, „þá ætla ég
að leggjast fyrir framan stóran
rolligon og láta aka honum yfir
mig. Það er heldur „ekki
hægt“.“
o-o-o
Það þarf ekki mikið til að örva ímyndunarafl ungs manns —
einkum ef ung- og falleg stúlka er í því.
■— The Saturday Evening Post.
k
MISTÖK.
Kona nokkur átti heima í úthverfi borgar skammt frá all-
stórri tjörn. Dag nokkurn kom sonur hennai', tíu ára snáði,
heim holdvotur; hafði hann verið að leika sér á bát á tjörn-
inni. Hún sagði honum, að hann yrði að vera kyrr i herberginu
sínu meðan hún væri að þurrka fötin og strauja þau. Nokkru
síðar heyrði hún hávaða neðan úr kjallara. Andvarpandi lagði
hún frá sér straujárnið, fór fram á gang og kallaði niður kjall-
arastigann: „Ertu nú ennþá að bleyta buxurnar þínar?“
Það var steinþögn. Svo heyrðist dimm karlmannsrödd sem
sagði vandræðalega: „Nei, frú, ég var bara að lesa á gasmæl-
inn."
■— Good for a Laugh.