Úrval - 01.12.1955, Side 47
Nýjustu rannsóknir benda til, a<V fiturík
fæða sé a<3 einhverju leytl orsök þess
vágests, sem nú er maiin skæðastu r
meðal vestrænna þjóða.
Er matarœði meðvirk orsök
hjartasjúkdóma ?
Grein úr „Farm Journal",
eftir Blake Clark.
T ÍKURNAR eru heldur meiri
en jafnar fyrir því, að
næsti maður sem þér mætið
muni deyja úr hjartasjúkdómi
eða sjúkdómi í æðakerfi. Þessir
sjúkdómar ollu 52% af öllum
dauðsföllum í Bandaríkjunum á
síðastliðnu ári1) — fleiri en
allir aðrir sjúkdómar til saman.
Það mun koma flestum á
óvart, að karlmenn eldri en 35
ára munu í ýmsum Evrópulönd
um ná hærri meðalaldri en í
Bandaríkjunum. Þó að Banda-
ríkjamenn hafi styttri vinnu-
tíma, meira af vélum til vinnu-
sparnaðar, fullkomnari lækna-
þjónustu og lengri sumarleyfi
en flestar þessara þjóða, sýna
skýrslur sem Heilbrigðismála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
’) Samkvæmt dánarmeinaskýrsl-
um fyrir árið 1953 voru dauðsföll
af völdum sjúkdóma í hjarta og
æðakerfi hér á landi 20% af öllum
dauðsföllum. Vafasamt er þó að
þessi tala sé sambærileg við töluna
í Bandaríkjunum, því að ekki er
víst að þær séu að öllu leyti byggð-
ar á sömu forsendum. — Þýð.
hefur látið gera, að eftir að
hættur bernskuáranna eru hjá
liðnar er dánartala í Bandaríkj-
unum tiltölulega há. Ástæðan er
sú, að meira er þar um hjarta-
sjúkdóma en í nokkru öðru
landi. Um Bandaríkjamann sem
er eldri en 55 ára má segja,
að líkurnar eru tvær á móti
einni fyrir því að hann deyi
úr hjartasjúkdómi, ef ekki verð-
ur breyting á hlutföllum dán-
artalna í náinni framtíð.
Þetta eru uggvænlegar tölur.
En ástæða er til að binda mikl-
ar vonir við auknar rannsóknir
í læknavísindum. Fjórir hópar
vísindamanna við fjórar vís-
indastofnanir í Bandaríkjunum
hafa nú hver í sínu lagi og í
samvinnu hafið ítarlegar rann-
sóknir á grundvallaratriðum
þessa vandamáls. Hjartasjúk-
dómastofnun Bandaríkjanna
(National Heart Institute) legg-
ur þessari vísindastarfsemi til
fé.
Fimmti hópur vísindamanna
hefur í fimm ár unnið að söfn-