Úrval - 01.12.1955, Page 55

Úrval - 01.12.1955, Page 55
DRYKKFELLDASTA ÞJÓÐ HEIMSXNS 51 út reglugerðir. Hann gerði meira en að svifta verkamann- inn ,,morgunhressingu“ sinni, „café arrosé“, kaffi með rommi út í. Hann hóf víðtæka baráttu fyrri því að breyta háttum og daglegum siðvenjum þjóðarinn- ar. Sú barátta miðar að því að taka fyrir rætur meinsins, m. a. með því að auka neyzlu óáfengra drykkja, breyta vín- ekrum í kornakra og bæta úr húsnæðisvandræðunum. Yfirmaður fangelsismála í iandinu, Jean Marcel Coly, seg- ir að um 41% þeirra sem fara í gegnum upptökufangelsið í Frésnes séu ofdrykkjumenn. Um þá sem dæmdir eru í fyrsta skipti segir hann: „Til þess að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér að nýju nægir ef til vill að ráða bót á því tvennu, sem drýgstan þátt átti í að þeir gerðust biotlegir: drykkjusýki og slæmu húsnæði.“ Margir telja, að léleg húsa- kynni eigi drjúgan þátt í of- drykkjunni. Menn kjósa heldur að hanga á kránni en að fara heim í þrönga, þægindalausa og óholla íbúð sína. Tvær rnillj- ónir fjölskyldna lifa í húsum sem reist voru fyrir daga Napó- leons — 175.000 þeirra í húsum frá dögum Kólumbusar. I París búa 180.000 manns í húsum þar sem hvorki er vatnsleiðsla, raf- magn, gas né klósett. Annar þáttur baráttunnar mun verða enn áhrifaríkari. Á Samkvæmt upplýsingum fi’á Áfeng- isvarnarráði var áfengisneyzla í 1009c alkóhóllítrum á hvert manns- barn að meðaltali árið 1954, sem hér segir í eftirtöldum löndum: Danmörku ..................3,4S Finnlandi..................1,88 Noregi ....................2,14 Svíþjóð...................3,72 Islandi ..................1,56 síðastliðnu vori byrjuðu jarð- ýtur að bylta um 15% af öll- um vínekrum Frakklands með það fyrir augum að taka þar upp sáðskipti. Franskir hermenn, sem fengu vínskammt sinn tvöfaldaðan á árunum milli heimsstyrjaldanna fyrir áróður vínræktenda og vínsala í þinginu, fá nú dag- lega skammt af mjólk. Gallinn er sá, að frönsk mjólk er þunn, bragðvond og dýr, enda nýtur hún ekki vinsælda. En stjórn- arvöldin hafa hafið baráttu fyr- ir því að bæta mjólkina. Bænd- um er veitt aðstoð til að bæta kúastofn sinn og vanda meðferð mjólkurinnai'. Mjólkurgjafir hafa víða verið teknar upp í skólum landsins. Ýmislegt er og gert til að auka og bæta fram- leiðslu á hreinum ávaxtasafa. Það er erfitt að breyta sið- um og hugsanavenjum heiliar þjóðar, en þó ekki ógerlegt. Átta mánaða barátta stjórnar Mendés-France sýndi, að hægt var að vekja þjóðina til um- hugsunar um alvarlegt vanda- mál og taka upp nýja stefnu með aðstoð liins opinbera.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.