Úrval - 01.12.1955, Page 55
DRYKKFELLDASTA ÞJÓÐ HEIMSXNS
51
út reglugerðir. Hann gerði
meira en að svifta verkamann-
inn ,,morgunhressingu“ sinni,
„café arrosé“, kaffi með rommi
út í. Hann hóf víðtæka baráttu
fyrri því að breyta háttum og
daglegum siðvenjum þjóðarinn-
ar. Sú barátta miðar að því að
taka fyrir rætur meinsins, m.
a. með því að auka neyzlu
óáfengra drykkja, breyta vín-
ekrum í kornakra og bæta úr
húsnæðisvandræðunum.
Yfirmaður fangelsismála í
iandinu, Jean Marcel Coly, seg-
ir að um 41% þeirra sem fara
í gegnum upptökufangelsið í
Frésnes séu ofdrykkjumenn.
Um þá sem dæmdir eru í fyrsta
skipti segir hann: „Til þess að
koma í veg fyrir að þeir brjóti
af sér að nýju nægir ef til vill
að ráða bót á því tvennu, sem
drýgstan þátt átti í að þeir
gerðust biotlegir: drykkjusýki
og slæmu húsnæði.“
Margir telja, að léleg húsa-
kynni eigi drjúgan þátt í of-
drykkjunni. Menn kjósa heldur
að hanga á kránni en að fara
heim í þrönga, þægindalausa og
óholla íbúð sína. Tvær rnillj-
ónir fjölskyldna lifa í húsum
sem reist voru fyrir daga Napó-
leons — 175.000 þeirra í húsum
frá dögum Kólumbusar. I París
búa 180.000 manns í húsum þar
sem hvorki er vatnsleiðsla, raf-
magn, gas né klósett.
Annar þáttur baráttunnar
mun verða enn áhrifaríkari. Á
Samkvæmt upplýsingum fi’á Áfeng-
isvarnarráði var áfengisneyzla í
1009c alkóhóllítrum á hvert manns-
barn að meðaltali árið 1954, sem
hér segir í eftirtöldum löndum:
Danmörku ..................3,4S
Finnlandi..................1,88
Noregi ....................2,14
Svíþjóð...................3,72
Islandi ..................1,56
síðastliðnu vori byrjuðu jarð-
ýtur að bylta um 15% af öll-
um vínekrum Frakklands með
það fyrir augum að taka þar
upp sáðskipti.
Franskir hermenn, sem fengu
vínskammt sinn tvöfaldaðan á
árunum milli heimsstyrjaldanna
fyrir áróður vínræktenda og
vínsala í þinginu, fá nú dag-
lega skammt af mjólk. Gallinn
er sá, að frönsk mjólk er þunn,
bragðvond og dýr, enda nýtur
hún ekki vinsælda. En stjórn-
arvöldin hafa hafið baráttu fyr-
ir því að bæta mjólkina. Bænd-
um er veitt aðstoð til að bæta
kúastofn sinn og vanda meðferð
mjólkurinnai'. Mjólkurgjafir
hafa víða verið teknar upp í
skólum landsins. Ýmislegt er og
gert til að auka og bæta fram-
leiðslu á hreinum ávaxtasafa.
Það er erfitt að breyta sið-
um og hugsanavenjum heiliar
þjóðar, en þó ekki ógerlegt.
Átta mánaða barátta stjórnar
Mendés-France sýndi, að hægt
var að vekja þjóðina til um-
hugsunar um alvarlegt vanda-
mál og taka upp nýja stefnu
með aðstoð liins opinbera.