Úrval - 01.12.1955, Side 61
Egghvöss ádeila á nýlendu-
stefnu stórþjóðanna.
Að skjóta fíl.
IJr bókinni „Bufmese Days,“
eftii’ George Orwell.
EGAR ég var í herþjónustu
í Moulemein í Suður-Burma
hataði mig fjöldi fólks. Það er
raunar eina skiptið á ævinni
sem persóna mín hefur verið
metin nægilega mikið til þess
að vekja slíkar tilfinningar. Ég
var aðstoðarlögregluforingi í
lögregluliði borgarinnar og and-
úðin á okkur Evrópumönnum
var mikil í gremjufullri smá-
GEORGE ORWELL (1903—50) er
arftaki Jonathans Swift í enskum
bókmenntum. Afburða snilld í ádeilu-
skáldskap er þeim sameiginleg, hæfi-
leikinn til að sameina hugsjón og list,
að bera fram menningargagnrýni í
formi ævintýris. Animal Farm verður
ef til vill einhvern tíma skipað á
bekk með Ferðum Gullivers. Síðasta
bók Orwells. 198Jf, er óhugnanlegasta
framtíðarsaga sem skrifuð hefui' ver-
ið. Greinin Að skjóta fíl, sem þegar
er orðin sígild í enskum bókmenntum,
er ágætt dæmi um rithátt Orwells:
egghvöss skilgreining á eðli nýlendu-
stefnunnar er færð í búning sögu sem
er svo æsiþrungin og dramatísk, að
hægt er að lesa hana eins og ævin-
týrafrásögn. Fyrstu persónu frásögn-
in er ekki skáldskapur: Orwell gegndi
herþjónustu í brezka lögregluliðinu í
Burma á árunum 1922 til 1927. Hann
hefur gefið frábærar lýsingar á
reynslu sinni þar í bókinni Burmese
Days (Dagar i Burma).
smygli sinni. Enginn hafði bein
í nefinu til að koma af stað
uppþotum, en ef hvít kona gekk
ein um sölutorgin átti hún á
hættu að fá beteltugguspýju á
föt sín. Sem lögregluforingi var
ég áberandi skotspónn, og ég
fékk líka að kenna á andúðinni
undir eins og það var talið
hættulaust. Ef innborinn keppi-
nautur hratt mér á knattspyrnu-
vellinum og dómarinn, sem einn-
ig var innborinn, lét sem hann
sæi það ekki, æpti mannfjöld-
inn af fögnuði. Þetta kom oft
fyrir. Að lokum var mér orðið
lítt bærilegt að mæta alls stað-
ar þessu gula háðsbrosi og að
fá háðsglósur á eftir mér undir
eins og ég var komin nógu langt
í burtu. Verstir allra voru
Búddaprestarnir. Þeir skiptu
þúsundum í borginni og enginn
þeirra virtist hafa neitt annað
að gera en að standa á götu-
hornum og skopast að Evrópu-
mönnum.
Allt þetta gerði mig reiðan og
í’áðþrota. Því að um þetta leyti
var ég kominn á þá skoðun, að
nýlendustjórn væri ógiftusam-
legt stjórnarform, og því fyrr
sem ég losnaði úr þessu starfi