Úrval - 01.12.1955, Side 63

Úrval - 01.12.1955, Side 63
AÐ SKJÓTA FlL 59 tauti gat komið við hann í þessu ástandi, hafði farið að leita hans, en farið í öfuga átt og var nú dagleið í burtu og um morg- uninn hafði fíllinn allt í einu komið inn í borgina. Ibúarnir höfðu engin vopn og voru alger- lega hjálparvana. Fíllinn var þegar búinn að eyðileggja einn bambuskofa, drepa kú og ræna nokkrar ávaxtabúðir. Hann hafði einnig mætt sorpbíl borg- arinnar. Bílstjórinn hafði foi'ð- að sér út úr bílnum og tekið til fótanna og þá hafði fíllinn velt bílnum og rnölbrotið hann. Innborni lögregluforinginn og nokkrir indverskir lögreglu- þjónar biðu mín á þeim slóðum þar sem fíllinn hafði sézt. Það var ömurlegt fátæktrahverfi: hrörlegir bambuskofar með stráþekjum úr pálmablöðum stóðu í óreglulegri þyrpingu utan í brekkuhalla. Ég man að þetta var á molluheitum morgni í byrjun regntímans. Við spurð- um fólk hvert fíllinn hefði farið. Eins og venjulega var ekki unnt að fá greið svör. Það var gamla sagan í Austurlöndum: lýsingin getur virzt býsna ljós í f jarlægð, en því nær sem komið er vett- vangi sögunnar, því óljósari verður hún. Sumir hinna inn- bornu fullyrtu að fillinn hefði farið í þessa átt, aðrir að hann hefði farið í gagnstæða átt, og enn aðrir kváðust engan fíl hafa séð. Ég var farinn að halda að sagan væri tómur uppspuni þeg- ar við heyrðum óp og óhljóð skammt í burtu. Gömul kona kom hlaupandi fram á milli tveggja kofa með reyrprik í hendinni og æpti yfir sig kom- in af hræðslu: „Forðið ykkur börn! Undir eins!“ Og svo rak hún af stað hóp nakinna barna. Margar konur komu á eftir. Allar æptu og smelltu í góm af æsingi. Það hafði bersýnilega gerzt eitthvað sem börnin máttu ekki sjá. Ég fór á bak við annan kof- ann og sá þar dauöann mann liggja í forinni. Það var Ind- verji, svartur kúli, næstum nak- inn og bersýnilega dáinn fyrir aðeins fáeinum mínútum. Fólk- ið sagði, að fíllinn hefði allt í einu komið æðandi, gripið hann í ranann, sett fótinn á hrygg hans og þrýst honumniður. And- lit mannsins hafði rist djúpt, hálfs annars meters langt far í mjúka, regnvota moldina. Hann lá á maganum með kross- lagðar hendur og höfuðið snúið. Andlit hans var þakið auri, aug- un galopin, tennurnar berar og um munninn gretta óbærilegrar þjáningar. (Það er ekki rétt sem sumir segja að friður hvíli yfir andlitum dauðra manna. Flest þau lík sem ég hef séð eru skelfileg ásýndum.) Þófar dýrs- ins höfðu flett hörundinu af bakinu. Strax og ég hafði séð líkið sendi ég boðliða til vinar míns í nágrenninu eftir fíla- byssu. Ég var búinn að senda frá mér hestinn, því að ég var hræddur um að hann kynni að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.