Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 72

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 72
iFeitir menn geta nú fengið kviðfylli sína af litlum mat, með því að nota — MÍNUS — nýtt megrunarlyf. Grein úr BYRJUNIN var í raun og veru hrein tilviljun. Gunnar Swenning læknir við St. Görans spítalann í Stokkhólmi og vin- ur hans Holger Nyström efna- fræðingur sátu saman í veizlu og voru að tala um nokkra af hjartasjúklingum Swennings læknis. Það sem læknirinn hafði mestar áhyggjur af í sambandi við þessa sjúklinga sína var holdafar þeirra. Þeir voru allir of þungir, en það jók erfiðið sem hjarta þeirra varð að leysa af hendi. Og það reyndist næst- um ógerlegt að fá holdafar þeirra í eðlilegt horf. Við vitum flest hvernig þessu er háttað. Á meðan sjúklingur- inn er á sjúkrahúsi og matar- æði hans undir ströngu eftirliti, er hægt að megra hann. En þegar hann er laus af spítalan- um byrjar hann smátt og smátt að þyngjast aftur. Jafnvel þótt hann fullyrði sjálfur, að hann borði snöggt um minna en hann hefur lyst á, að hann sé eigin- lega alltaf svangur. Það, sem svona sjúklingar þyrftu, sagði Swenning læknir, væri eitthvert kviðfylliefni, eitt- hvert efni sem mettaði þá svo að þeir gætu ekki borðað eins mikið af mat, án þess þó að efnið hefði nokkur óheppileg á- hrif á meltinguna eða aðra líf- færastarfsemi. Við töluðum ekki meira um málið, segir dr. Nyström, og ég lagði mér ekki þessi orð dr. Swennings neitt sérstaklega á minni. Eigi að síður rifjuðust þau upp fyrir mér dag nokkurn þegar ég var að fást við til- raunir. Sem efnafræðingur sýsla ég daglega við margskonar efni, mismunandi flókin að efnasam- setningu. Dag nokkurn hafði ég fyrir framan mig í vatnsupp- lausn efni, sem unnið var úr þangi, svokallaða mannonsýru. Ég hafði örlítið af saltsýru við höndina og þegar ég lét hana drjúpa niður í upplausnina, sá ég að upplausnin dró sig saman í hlaupkekki. Það var þá sem ég minntist orða dr. Swennings um fylliefni til megrunar. Ef maður drykki þessa mannon- sýruupplausn, mundi eins fara. Saltsýran í maganum mundi hafa þau áhrif, að mannonsýr- an breyttist í hlaup í maganum, með þeim afleiðingum að maður yrði saddur án þess að fá nær- ingu. Nyström fór með þessa hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.