Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 72
iFeitir menn geta nú fengið
kviðfylli sína af litlum
mat, með því að nota —
MÍNUS — nýtt megrunarlyf.
Grein úr
BYRJUNIN var í raun og
veru hrein tilviljun. Gunnar
Swenning læknir við St. Görans
spítalann í Stokkhólmi og vin-
ur hans Holger Nyström efna-
fræðingur sátu saman í veizlu
og voru að tala um nokkra af
hjartasjúklingum Swennings
læknis. Það sem læknirinn hafði
mestar áhyggjur af í sambandi
við þessa sjúklinga sína var
holdafar þeirra. Þeir voru allir
of þungir, en það jók erfiðið
sem hjarta þeirra varð að leysa
af hendi. Og það reyndist næst-
um ógerlegt að fá holdafar
þeirra í eðlilegt horf.
Við vitum flest hvernig þessu
er háttað. Á meðan sjúklingur-
inn er á sjúkrahúsi og matar-
æði hans undir ströngu eftirliti,
er hægt að megra hann. En
þegar hann er laus af spítalan-
um byrjar hann smátt og smátt
að þyngjast aftur. Jafnvel þótt
hann fullyrði sjálfur, að hann
borði snöggt um minna en hann
hefur lyst á, að hann sé eigin-
lega alltaf svangur.
Það, sem svona sjúklingar
þyrftu, sagði Swenning læknir,
væri eitthvert kviðfylliefni, eitt-
hvert efni sem mettaði þá svo
að þeir gætu ekki borðað eins
mikið af mat, án þess þó að
efnið hefði nokkur óheppileg á-
hrif á meltinguna eða aðra líf-
færastarfsemi.
Við töluðum ekki meira um
málið, segir dr. Nyström, og ég
lagði mér ekki þessi orð dr.
Swennings neitt sérstaklega á
minni. Eigi að síður rifjuðust
þau upp fyrir mér dag nokkurn
þegar ég var að fást við til-
raunir. Sem efnafræðingur sýsla
ég daglega við margskonar efni,
mismunandi flókin að efnasam-
setningu. Dag nokkurn hafði ég
fyrir framan mig í vatnsupp-
lausn efni, sem unnið var úr
þangi, svokallaða mannonsýru.
Ég hafði örlítið af saltsýru við
höndina og þegar ég lét hana
drjúpa niður í upplausnina, sá
ég að upplausnin dró sig saman
í hlaupkekki. Það var þá sem
ég minntist orða dr. Swennings
um fylliefni til megrunar. Ef
maður drykki þessa mannon-
sýruupplausn, mundi eins fara.
Saltsýran í maganum mundi
hafa þau áhrif, að mannonsýr-
an breyttist í hlaup í maganum,
með þeim afleiðingum að maður
yrði saddur án þess að fá nær-
ingu.
Nyström fór með þessa hug-