Úrval - 01.12.1955, Síða 78

Úrval - 01.12.1955, Síða 78
74 tTRVAL var því ekki nema eðlilegt, að hún væri kúguð, og síðan látin taka á sig syndir bæði hans og sínar; en hann hélt áfram leið sína til þess að skíra hið óper- sónulega sem geymir hálfa ver- und okkar. En meginreglur og menn eru sitt hvað. Þær eru mikil áform, en við mennirnir erum smáir og reikulir. Þannig lifir maðurinn, hver einstaklingur, stöðugt milli tveggja elda. Því að lífið krefst af honum mikilla kosta, og hann setur stolt sitt í að sýna þá, jafnvel þegar hann kýs heldur að vera án þeirra. Samt hlýtur það að vera raun fyrir hann þegar konan krefst þess sem náttúrlegs réttar síns, að hann sýni mikilleik sinn þegar hún vill. Því að sannleikurinn er sá, svo sorglegur sem hann er, að maðurinn getur ekki alltaf verið sterkur og staðfastur. Hver get- ur það ? Geti hann stundum valdið hlutverki sínu, verið sjálf dýrð lífsins, má hann telja sig lánsaman. Þess á milli er hann fyrstur til að segja við aðra: „Vertu hughraustur!“ Eftir þessa ófullkomnu skil- greiningu á karleðlinu, er dirfska að ætla sér að reyna að skýra kveneðlið. Að minnsta kosti eins og það er. Hitt skul- um við reyna, að skýra það eins og ætlazt er til að það sé. Ég mundi þá segja, að lífið, og karl- mennimir, ætlist til miskunnar af konunni. Þeir biðja um göf- uglyndi og auðmjúka samúð. Þeir biðja um gleði, góðvild, blindni, vinnu og gleymsku; og of oft um eftirlæti, vægð. I stuttu máli: þeir biðja um ást- ina í ýmsum myndum hennar. Þeir biðja líka um að þurfa ekki alltaf að vera sterkir. Kon- an verður, sjálfs sín og lífsins vegna, að virða og dá karlmann- inn, og við verðum að viður- kenna, að sem heild eru karl- menn f jölbreytilegri en kon- ur. Þeir hafa komizt langt í ó- persónulegum afrekum og í lög- bundinni hugsun, og þeir hafa skapað mörg sérhæfð svið. En þegar karlmaður kemur til konu, kemur hann oft til þess að endurheimta hið upprunalega manneðli sitt, og til þess að hvíla sig á því að vera mikill. Þannig fer konan á mis við betri hlið hans og verður að sætta sig við þá verri. Þetta er erfitt fyrir hana, og hér er það sem hann þarfnast miskunnar henn- ar. En ef konan vill vera óvil- höll, verður hún að viðurkenna, að hún er sjaldan miskunnsöm og að karleðlið í henni gerir hana oft grófa og tillitslausa. Við neyðumst til að trúa því, að þegar kreppir að karli eða konu, leita þau styrks í þeim eðlisþætti sínum, sem ekki er viðurkennd- ur. Við sjáum dæmi um þetta hjá báðum kynjum og kynnumst því í sjálfum okkur. Maður sem særður er í hjarta sínu og sál eða skortir siðferðisþrek, á það til að hörfa inn í kveneðli sitt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.