Úrval - 01.12.1955, Side 80

Úrval - 01.12.1955, Side 80
76 IJRYAL á hávaðanum og bardaganum, og finnst sér gert rangt til, ef einhver heldur að hún eigi upp- tökin. Þegar ekki er hægt að rökræða við hana, eða berja hana, getur sá karlmaður sem næst henni stendur kynnzt því hjálparleysi, sem konan hefur þekkt um aldaraðir. Því að þeg- ar konan vill ekki viðurkenna, að hún sé á valdi blindra afla er búi innra með henni, er hún tillitslaus, og þeir sem kringum hana eru eiga ekki annan kost en að bíða þess að storminn lægi. En hvað eigum við konurnar að gera við þennan innri mann okkar? Hann er hluti af okkur. Hann hefur alltaf verið hluti af okkur, og þó ef til vill aldrei eins áberandi og nú. Við hefð- um tæpast getað þraukað af án hans, og þegar kreppir að, getur hann verið sá hluti okkar sem eiginmaður okkar heimtar að láta sín getið, jafnvel treystir á. Innri maður okkar getur ver- ið djöfull, en hann er ómetan- legur. Við áköllum hann, þegar við viljum fá vilja okkar fram- gengt, og einnig þegar fjöl- skylda okkar þarfnast hans til þess að geta komizt af. Hann hjálpar okkur bæði í góðu og illu. Ef hjörtu okkar væru vitr- ari, myndum við ekki láta hann leika lausum hala: og þó koma fyrir þær stundir, þegar hann er heilög reiði okkar, eldfjallið sem upp úr gjósa fyrstu athuga- semdir okkar um lífið. Þegar rósemin ríkir í hugum okkar, þjálfum við hann til að hugsa fyrir okkur, og hann getur það; þó að oft þiggjum við af hon- um látún í stað gulls. Margar konur hafa lært að gera við hann félagsskap. Hann getur verið stjórnandi og fræðimaður. Hann er áhugasamur gagnrýn- andi, sem ekki er að undra, þeg- ar þess er gætt hve lengi hann hefur verið múlbundinn. Hann er glöggur sagnfræðingur, sem skrifar af skarpskyggni og mannúð. Sumar af þeim konum sem hann hefur innblásið, hafa getað samsamazt honum, mynd- að með honum heild, sem er sjálf fullkomnun tvíeðlisins. En hið sanna er, að hann vill ekki halda sér á mottunni. Hann er of oft dulargervi okkar. Hann lifir jafnvel í okkar stað. Við höfum lengi verið þernur karl- mannsins, og nú heimtar karl- maðurinn innra með okkur rétt sinn. Hann afskræmir okkur, gerir okkur að djöflum — og’ frelsar okkur. Og hann fær okk- ur einnig til að gleyma því per- sónulega, kjarnanum sem líf okkar allra nærist á. Konan hef- ur alltaf verið vörður þess sem er persónulegt og bundið einka- lífinu, og ef við vanrækjum nú þetta hlutverk, kann svo að fara að tapið geri að engu allt sem áunnizt hefur. o-c^o
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.