Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 93
UNGLINGAR A GELGJUSKEIÐI
89
leikaranna. Þeir geta setið tím-
um saman og hlustað á grammó-
fónmúsik og drjúgur hluti af
vasapeningunum fer oft og tíð-
um til kaupa á plötum. Oft á
tíðum er jazzinn breiður inn-
gangur að heimi hinnar æðri
tónlistar og getur þannig haft
uppeldisgildi, en hitt er eigi síð-
ur mikilvægt, að við grammó-
fóninn upplifa unglingarnir ekki
aðeins tónlist og hljóðfall, þeir
fá einnig endurleysandi útrás
fyrir margskonar tilfinningar
(eins og raunar fullorðnirlíka!).
Að sjálfsögðu verða unglingarn-
ir við iðkun þessarar hávaða-
sömu ,,villtu“ tónlistar að taka
nokkurt tillit til hinna fullorðnu.
En hitt er heimskulegt, þegar
foreldrar — eins og oft á sér
stað — reyna að neyða börn
sín til að hlusta á og hafa
ánægju af þeini lögum, sem
þau hafa mest dálæti á eða voru
vinsælust þegar þau voru ung,
og býsnast svo yfir smekk æsk-
unnar nú á dögum, þegar börn-
in láta í ljós aðra skoðun.
Sama máli gegnir raunar á
mörgum öðrum sviðum. Venjur
foreldranna frá æskuárum
þeirra sjálfra ráða of miklu í
kröfum þeirra til unglinganna.
Við verðum að gera okkur ljóst,
að þótt einhverjar venjur hafi
verið góðar fyrir aldarf jórðungi,
er ekki víst að þær séu góðar
lengur, blátt áfram af því að
þær eru of fjarri þeim veru-
leika, sem börn okkar alast
upp í.
Allt er bundið þróuninni allt
hefur sinn tíma. Það sem var
gott og gilt í gær, getur verið
úrelt í dag og tilbúin sannindi
hafa næsta lítið gildi, einkum
fyrir unglinga á gelgjuskeiði.
Það stoðar sem sagt lítt að fá
unglingunum í hendur notkun-
arreglur fyrir lífið. Margir for-
eldrar, sem hafa látið stjórnast
af óraunhæfum óskadraumum 5
uppeldi barna sinna, hafa orðið
að gjalda þá drauma dýru verði.
Ég hef aðeins drepið á fáein
atriði sem snerta samband for-
eldra og unglinga á gelgjuskeiði.
En margt er ósagt, því að
vandamálið er margþætt. Það
eru að sjálfsögðu mörg önnur
hjálpartæki, önnur áhugamál og
hjástund en hér hefur verið á
drepið sem til greina koma þeg-
ar um er að ræða að veita út-
rás þeirri lífsorku, sem ólgar
í gelgjuskeiðsunglingnum. Bezt
skiljum við ef til vill þegar um
er að ræða líkamlegar athafnir
eins og íþróttir, leiki og útilíf,
en fyrir mörg börn er andleg
iðja: að lifa sig inn í kvikmynd.
skáldsögu eða leikrit, jafnhug-
tækt verkefni.
Gildi vélanna fyrir æsku nú-
tímans höfum við enn tæpast
gert okkur grein fyrir. Sálfræði-
legar rannsóknir eiga sjálfsagt
eftir að upplýsa ýmislegt at-
hyglisvert og mikilvægt í því
efni. Víst er, að fleygihraðui
akstur á háværum skellinöðrum
virðist vekja unað í brjósti ung-
lingsins, sem er svo eftirsókn-