Úrval - 01.12.1955, Page 109
UPPREISN UM BORÐ
105
imir sex héldu því fram, að all-
ir skipsfélagar þeirra væru á
lífi að Samúel Comstock einum
undanskildum, og að þeir hefð-
ust við á Milieyju á Kyrrahafi.
Eftir miklar tafir lagði loks
hersnekkjan ,,Höfrungurinn“,
undir stjórn Johns Percival úr
höfn í Valparaiso. Georg Com-
stock var með í förinni sem leið-
sögumaður.
Loks kom skipið til Milieyjar
og skipverjar furðuðu sig mjög
á hve vingjarnlegir eyjarskeggj-
ar voru. En þegar þeir voru
spurðir um hvítu hvalveiðimenn-
ina, hristu þeir aðeins höfuðin
og létust ekkert vita. Percival
skipherra og Paulding undirfor-
ingi gerðu sér ekki ljóst, að
brögð voru í tafli. Eyjarskeggj-
ar voru staðráðnir í að leyna
þeim Lay og Hussey. í hvert
skipti sem Paulding stefndi bát
sínum til einhverrar eyjarinnar,
flýttu íbúarnir sér að flytja þá
Lay og Hussey til annarrar eyj-
ar.
Eitt sinn fluttu þeir annan
fangann yfir lónið rétt fyrir
framan nefið á Paulding. Pauld-
ing fannst eintrjáningsbátnum
vera siglt grunsamlega hratt.
Hann elti bátinn alveg upp í
landsteina. Rétt fyrir utan brim-
garðinn varpaði hann akkerum
og virti fyrir sér það sem var
að gerast á ströndinni.
I sama bili kom maður gang-
andi niður að sjónum. Þessi
maður var í útliti eins og aðrir
eyjarskeggjar, dökkur af sól-
bruna, með mittisskýlu, og hár-
ið bundið í hnút á hvirflinum.
En það fór ónotalegur hrollur
um Paulding þegar maðurinn
kallaði til hans á ensku.
„Hinir innbornu ætla að drepa
ykkur,“ hrópaði hann. „Þið
skuluð ekki koma í land nema
þið séuð vel vopnaðir."
„Hver ertu?“
„William Lay, einn af skip-
verjunum á Globe.“
„Komdu niður að bátnum.“
„Ég get það ekki. Þeir myndu
grýta mig í hel, ef ég reyndi það.
Þeir halda, að ég sé að lokka
ykkur í land. Þeir vilja ekki
sleppa mér. Þeir ætla að tæla
ykkur í land og drepa ykkur
svo.“
Paulding var í slæmri klípu.
Hann hafði að vísu alltaf búizt
við árás, en hann hafði gert
ráð fyrir, að uppreisnarmenn-
imir myndu stjóma árásinni.
Var þessi maður í raun og vem
einn af uppreisnarmönnunum ?
Samkvæmt framburði Georgs
Comstocks var Lay saklaus. En
var þessi blakki maður Lay?
Var þetta ef til vill einn af höf-
uðpaurunum, sem átti von á líf-
láti, ef hann næðist ? Og ef þetta
var Lay, var þá alveg víst, að
hann væri saklaus?
Það var aðeins ein leið til
að leysa úr þessum spurningum.
Paulding gaf fyrirskipun um
að róa bátnum í land.
Hann hljóp upp f jöruna, þreif
í Lay og þrýsti skammbyssu-
hlaupinu að brjósti hans.