Úrval - 01.12.1955, Page 109

Úrval - 01.12.1955, Page 109
UPPREISN UM BORÐ 105 imir sex héldu því fram, að all- ir skipsfélagar þeirra væru á lífi að Samúel Comstock einum undanskildum, og að þeir hefð- ust við á Milieyju á Kyrrahafi. Eftir miklar tafir lagði loks hersnekkjan ,,Höfrungurinn“, undir stjórn Johns Percival úr höfn í Valparaiso. Georg Com- stock var með í förinni sem leið- sögumaður. Loks kom skipið til Milieyjar og skipverjar furðuðu sig mjög á hve vingjarnlegir eyjarskeggj- ar voru. En þegar þeir voru spurðir um hvítu hvalveiðimenn- ina, hristu þeir aðeins höfuðin og létust ekkert vita. Percival skipherra og Paulding undirfor- ingi gerðu sér ekki ljóst, að brögð voru í tafli. Eyjarskeggj- ar voru staðráðnir í að leyna þeim Lay og Hussey. í hvert skipti sem Paulding stefndi bát sínum til einhverrar eyjarinnar, flýttu íbúarnir sér að flytja þá Lay og Hussey til annarrar eyj- ar. Eitt sinn fluttu þeir annan fangann yfir lónið rétt fyrir framan nefið á Paulding. Pauld- ing fannst eintrjáningsbátnum vera siglt grunsamlega hratt. Hann elti bátinn alveg upp í landsteina. Rétt fyrir utan brim- garðinn varpaði hann akkerum og virti fyrir sér það sem var að gerast á ströndinni. I sama bili kom maður gang- andi niður að sjónum. Þessi maður var í útliti eins og aðrir eyjarskeggjar, dökkur af sól- bruna, með mittisskýlu, og hár- ið bundið í hnút á hvirflinum. En það fór ónotalegur hrollur um Paulding þegar maðurinn kallaði til hans á ensku. „Hinir innbornu ætla að drepa ykkur,“ hrópaði hann. „Þið skuluð ekki koma í land nema þið séuð vel vopnaðir." „Hver ertu?“ „William Lay, einn af skip- verjunum á Globe.“ „Komdu niður að bátnum.“ „Ég get það ekki. Þeir myndu grýta mig í hel, ef ég reyndi það. Þeir halda, að ég sé að lokka ykkur í land. Þeir vilja ekki sleppa mér. Þeir ætla að tæla ykkur í land og drepa ykkur svo.“ Paulding var í slæmri klípu. Hann hafði að vísu alltaf búizt við árás, en hann hafði gert ráð fyrir, að uppreisnarmenn- imir myndu stjóma árásinni. Var þessi maður í raun og vem einn af uppreisnarmönnunum ? Samkvæmt framburði Georgs Comstocks var Lay saklaus. En var þessi blakki maður Lay? Var þetta ef til vill einn af höf- uðpaurunum, sem átti von á líf- láti, ef hann næðist ? Og ef þetta var Lay, var þá alveg víst, að hann væri saklaus? Það var aðeins ein leið til að leysa úr þessum spurningum. Paulding gaf fyrirskipun um að róa bátnum í land. Hann hljóp upp f jöruna, þreif í Lay og þrýsti skammbyssu- hlaupinu að brjósti hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.