Úrval - 01.12.1955, Page 110

Úrval - 01.12.1955, Page 110
106 ÚRVAL „Segðu íbúunum, að ég muni skjóta hvern þann, sem dirfist að hreyfa sig,“ sagði hann. ,,Hver ertu?“ William Lay gat varla stunið upp orði fyrir geðshræringu og augu hans flóðu í tárum. „Ég er sá, sem ég hef sagzt vera,“ stundi hann og brast í grát. í sömu svifum fór gamall maður að mjaka sér í áttina til þeirra. Lay leit upp og sagði: „Lofaðu honum að koma. Hann bjargaði lífi mínu. Hann hélt verndarhendi yfir mér.“ Gamli höfðinginn gekk til Lays og tók í hönd hans. Hann spurði piltinn um eitthvað og benti á vopnaða sjómennina. Lay kinkaði kolli. Öldungurinn stóð grafkyrr andartak og horfði þögull á Lay. Svo varð hann dapur á svipinn. Tár runnu niður vanga hans. Hann laut höfði og gekk aftur upp fjör- una. Síðan var Lay fluttur um borð í skipið. Paulding spurði Lay, hve margir af félögum hans væru á eyjunum. „Aðeins einn, Cyrus Hussey. Hann er á þessari eyju þarna,“ svaraði Lay og benti á eyju handan við lónið. Paulding lét róa bátnum til eyjarinnar. Þegar bátnum var rennt upp í fjöruna, kom maður fram úr skoginum. Það var Lugoma, höfðinginn, sem hafði tekið Hussey að sér. „Segðu honum,“ sagði Pauld- ing við Lay, „að ef hann komi ekki strax með Hussey, verði hann skotinn." Skömmu seinna sást til manns á milli pálmatrjánna. Það var Cyrus Hussey. Hann hafði bund- ið dulu um mjaðmirnar. Hann var berfættur og blakkur eins og Lay. Hárið náði niður á herð- ar og var orðið gult og upplitað af sólskininu. Hann gekk til Pauldings og starði á hann án þess að mæla orð. „Jæja, ungi maður,“ sagði Paulding, „langar þig að koma heim til ættjarðar þinnar?“ Hussey svaraði lágt: „Já, herra. Ég veit ekki til þess að ég hafi brotið neitt af mér. Ég þarf ekkert að óttast.“ Umhverfis mennina stóð hóp- ur innborinna kvenna. Þær kveinuðu og grétu. Lugoma hastaði á þær og þær þögn- uðu. Síðan vék Lugoma sér að Hussey. „Heldur þú að þeir geri þér illt, sonur minn?“ spurði hann. Hussey sagði að þeir myndu ekki gera sér neitt mein. Þeir ætluðu aðeins að flytja hann heim. Paulding stakk hendinni ofan í vasa sinn og tók einhvern hlut upp úr honum. Hann rétti Lu- goma hlutinn. „Segðu honum, að þetta sé gjöf til hans, af því að hann bjargaði lífi þínu,“ sagði hann við Hussey. Hussey sagði við höfðingjann, sem var að þukla gjöfina: „Við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.