Úrval - 01.12.1955, Page 110
106
ÚRVAL
„Segðu íbúunum, að ég muni
skjóta hvern þann, sem dirfist
að hreyfa sig,“ sagði hann.
,,Hver ertu?“
William Lay gat varla stunið
upp orði fyrir geðshræringu og
augu hans flóðu í tárum. „Ég
er sá, sem ég hef sagzt vera,“
stundi hann og brast í grát.
í sömu svifum fór gamall
maður að mjaka sér í áttina
til þeirra. Lay leit upp og sagði:
„Lofaðu honum að koma. Hann
bjargaði lífi mínu. Hann hélt
verndarhendi yfir mér.“
Gamli höfðinginn gekk til
Lays og tók í hönd hans. Hann
spurði piltinn um eitthvað og
benti á vopnaða sjómennina.
Lay kinkaði kolli. Öldungurinn
stóð grafkyrr andartak og
horfði þögull á Lay. Svo varð
hann dapur á svipinn. Tár runnu
niður vanga hans. Hann laut
höfði og gekk aftur upp fjör-
una. Síðan var Lay fluttur um
borð í skipið.
Paulding spurði Lay, hve
margir af félögum hans væru
á eyjunum.
„Aðeins einn, Cyrus Hussey.
Hann er á þessari eyju þarna,“
svaraði Lay og benti á eyju
handan við lónið. Paulding lét
róa bátnum til eyjarinnar.
Þegar bátnum var rennt upp
í fjöruna, kom maður fram úr
skoginum. Það var Lugoma,
höfðinginn, sem hafði tekið
Hussey að sér.
„Segðu honum,“ sagði Pauld-
ing við Lay, „að ef hann komi
ekki strax með Hussey, verði
hann skotinn."
Skömmu seinna sást til manns
á milli pálmatrjánna. Það var
Cyrus Hussey. Hann hafði bund-
ið dulu um mjaðmirnar. Hann
var berfættur og blakkur eins
og Lay. Hárið náði niður á herð-
ar og var orðið gult og upplitað
af sólskininu. Hann gekk til
Pauldings og starði á hann án
þess að mæla orð.
„Jæja, ungi maður,“ sagði
Paulding, „langar þig að koma
heim til ættjarðar þinnar?“
Hussey svaraði lágt: „Já,
herra. Ég veit ekki til þess að
ég hafi brotið neitt af mér. Ég
þarf ekkert að óttast.“
Umhverfis mennina stóð hóp-
ur innborinna kvenna. Þær
kveinuðu og grétu. Lugoma
hastaði á þær og þær þögn-
uðu. Síðan vék Lugoma sér að
Hussey.
„Heldur þú að þeir geri þér
illt, sonur minn?“ spurði hann.
Hussey sagði að þeir myndu
ekki gera sér neitt mein. Þeir
ætluðu aðeins að flytja hann
heim.
Paulding stakk hendinni ofan
í vasa sinn og tók einhvern hlut
upp úr honum. Hann rétti Lu-
goma hlutinn.
„Segðu honum, að þetta sé
gjöf til hans, af því að hann
bjargaði lífi þínu,“ sagði hann
við Hussey.
Hussey sagði við höfðingjann,
sem var að þukla gjöfina: „Við