Úrval - 01.12.1955, Síða 112

Úrval - 01.12.1955, Síða 112
108 ÚRVAL mannshæfileikar duga til túlk- unar og skilnings. Flest má í einn dilk draga það er birtist í IJrvali — það er nálega allt girnilegt til fróðleiks. Þetta erindi sálfræðingsins — frúarinnar — þykir mér um margt merkilegt. Þar sem það fjallar mest um trúræn efni, er hægt að dást að frjálslyndi og hógværð höfundar, hreinlyndu sjálfstæði og leikbróðurlegu viðhorfi til andstæðra skoðana — því að vissulega er málið við- kvæmt. Þá er frúin fundvís á ósköp sakleysislegar en þó ærið veigamiklar rökfærslur fyrir máli sínu, svo sem er hún skýr- ir hið eðlilega samband milli trú- ar og helgisiða og -sagna, eða afstöðu öfgalausrar trúar til fornfræði og sögu. Mjög er hætt við, að mörg- um þyki frúin segja of mikið, þrátt fyrir góðan og glæsilegan málflutning, er hún sveigir að trú og kennisetningum kirkj- unnar — að hún gerist þar um of orðhvöt og óvægilega sjálf- stæð — en það er nú einmitt höfundarins mesti hróður. Það er þarflaust að draga fjöður yfir það, að skoðanir þær sem fram koma í þessu erindi frúarinnar, munu eiga sér rúman hljómgrunn meðal margra úti hér p. íslandi. Mann- skemmandi ófremdarástand, andlegt og líkamlegt, meirihluta þess, sem liðið er af 20. öldinni hefur komið af stað einskonar vakningaröldu um það, að full nauðsyn sé að endurskoða gömlu ,,töflurnar“ og reikna út sólarhæðina á ný — eða kannski eigi að kalla það byltingaröldu ? Þessi alda fer einmitt í svipaða átt og frúin bendir til í erindi sínu. Nú vakna menn við vondan draum og spyrja sjálfa sig — fer innræti mannskepnunnar ekkert batnandi, þrátt fyrir linnulausar prédikanir út frá notalegri klausturhelgi kirkj- unnar um aldir? Það er sérstök ástæða til að spyrja einmitt nú, því að mikið er látið af menn- ingarþroska vorra tíma, og ættu því aðrar fagrar dyggðir þar eftir að fara. En þetta reynist nú öðru nær. Hið ,,barbaríska“ ófremdarástand undanfarið í sambúðarháttum þjóða og ein- staklinga virðist ekki benda til þess að guðsríkið hafi fært út kvíarnar í raun og sannleika. Allt stendur í sama farinu um áhrifa- og getuleysi kirkjunnar til lífrænnar vakningar í trúar- og siðgæðismálum. Eru menn- irnir kannski svona „óforbetr- anlegir“ að upplagi sínu og inn- ræti að þar reynist ófært um að bæta — eða þá hitt, að bless- uð kirkjan sé ekki, enn þann dag í dag, starfi sínu vaxin —- misskilji það að meira eða minna leyti? Hvar liggur meinsemdin? Það er sjálfsagt barnalegt að spyrja, en ég vona þó ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.