Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 5
17. ÁRGANGUR
REYKJAVlK
6. HEFTI 1958
SfKIIGSAK GLÐAIMNA
Grein úr „Harper’s Magazine",
eftir Arthur Miller.
ARTHUR MILLER er svo kunnur hér á landi fyrir leikrit sin,
aö hann þarfnast ekki kynningar. Á fáum árum er búið að leika
hér fjögur af leikritum hans: SÖLUMAÐUR DEYR, 1 DEIGL-
UNNI, 'HORFT AF BRTJNNI og ALLIR SYNIR MlNIR. Hafa þau
öll hlotið einróma viðurkenningu, enda má hiklaust telja Arthur
Miller með fremstu, ef ekki fremsta leikritaskáld sem nú er uppi.
Greinin sem'hér fer á eftir var upphaflega fyrirlestur, sem Miller
flutti fyrir hóp starfsbrœðra sinna, og fjallar um leiklist vorra
tíma. Áhugi fyrir leiklist er nú mjög mikiTl hér á landi og því
telur Úrvdl mikinn feng að því að geta flutt lesendum sínum þessa
merku grein.
EG sé í talöðunum, að mér er
ætlað að tala hér í dag um
þau áhrif, sem bókmenntirnar
hafa haft á verk mín. Það er
sennilega ágætt umræðuefni, en
það var ekki það, sem um var
rætt þegar ég var beðinn um að
tala hér. Ætlunin var, að ég
víkkaði sjóndeildarhring yðar
með því að segja yður eitthvað
um þau vinnubrögð sem ég not-
aði þegar ég byrjaði að skrifa,
en til þeirra teljast lestur bóka,
áheyrn tónlistar o. fl.
Ég efast um að nokkur geti
víkkað sjóndeildarhring ann-
arra með því að halda ræðu.
Það er ef til vill hægt með því
að skrifa leikrit. Vera kann þó
að ég geti drepið á viðhorf til
leiklistar vorrar, sem er örlítið
frábrugðið viðhorfi þeirra sem
fást við að skrifa leikdóma,
enda þótt það hæfi ekki öllum;
og hafi ég ekki annað erindi
fyrir erfiði mitt, mun það að
minnsta kosti koma í Ijós að
það er hægt að líta á leiklist
frá fleiri en einni hlið.
Tolstoj skrifaði bók sem