Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 16
TJRVAL
inga sem hafa falið sig á
skemmulofti, og verið innan-
brjósts í leikslok eins og leik-
húsgestum var eftir sýningu á
„Dagbók Önnu Frank“. Meira
réttnefni en velþóknun get ég
ekki fundið á þeirri tilfinningu.
Þegar ég horfði á það leikrit
var ég ekki fyrst og fremst á-
horfandi, jafnvel ekki Gyðingur,
heldur leikritaskáld, og mig
furðaði á því hvernig hægt var
að horfa rólegur á það sem
hlaut að hafa verið ofboðsleg
þjáning í veruleikanum.
Sem leikritasmiður hafði ég
frá tæknilegu sjónarmiði engu
við að bæta sem máli skipti.
Og mér varð á að bera upp við
þetta leikrit sömu spurninguna
og ég hef borið upp við yður
— hvaða gildi hefur það fyrir
framtíð mannkynsins ? Ekki
einstakra þjóða eða kynþátta,
ekki Þjóðverja eða Gyðinga,
heldur alls mannkynsins. Og ég
hygg að byrjun að svari sé feng-
in. Hún er sú, að þrátt fyrir öll
sannindi skortir leikritið þá teg-
und yfirsýnar, þá skörpu sjón
út yfir persónur þess og vanda-
mál þeirra, sem hefði getað
varpað ljósi ekki einungis á
grimmd nazismans, heldur ann-
að jafnvel enn skelfilegra. Vér
sjáum enga nazista í þessu leik-
riti. 1 annan stað er það, eins
og leikritin sem ég hef áður
nefnt, skoðað frá sjónarmiði
æskumannsins, sem vissulega er
biturt og mannlegt sjónarmið,
en óneitanlega takmarkað. Þeg-
SKUGGAR GUÐANNA
ar nazistarnir nálgast er eins
og tröllið í ævintýri bamsins
sé að koma.
Það sem þurfti í þessu leik-
riti til að raska velþóknunar-
ró áhorfenda og magna sann-
leiksgildi þess til jafns við 'lífið
sjálft var að opna augu vor, að
vér mættum sjá grimmdina í
hjörtum vor sjálfra, að oss
mætti verða Ijóst, að vér erum
bræður, ekki aðeins þessarra
fórnarlamba, heldur einnig naz-
istanna, svo að vér gætum
horfzt í augu við ógn og skelf-
ing lífs vors: kválalosta vor
sjálfra, undirlægjuhátt vorn
gagnvart skipunum ofan frá,
ótta vorn við að halda á lofti
meginreglum mannúðar og
manngildis andspænir ruddalegu
valdi skrílræðisins. Önnur vídd
beið þess að vera opnuð að baki
þessa leil^rits, vídd alsett kaun-
um vor sjálfra, vídd sem mundi
sýna oss í eigin barm.
Eftir að sú vídd hefði verið
afhjúpuð, hefðum vér ekki get-
að horft á leikritið með jafn-
sjúklega viðkvæmri notakennd
og áður; ótti vor yrði þá ekki
lengur bundin þessum fórnar-
lömbum, heldur oss sjálfum,
eftir að sá hluti vor sem er í
leynilegu samsæri við tortím-
ingaröfl hefði verið dreginn
fram í dagsljósið. Þá hefði jafn-
vel getað farið svo, að vér hefð-
um fengið að sjá harmleik, því
að spurningin hefði þá ekki ver-
ið hversvegna nazistarnir væru
svona grimmir, heldur hvers-
14