Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 60
tJRVAL
„SÝN MÉR TRÚ ÞlNA AF VERKUNUM'
inn skiptir engu máli, lífsáhrif-
in halda áfram. Þannig myndar
öll ættin, allt til forfeðranna,
eina óslitna lífskeðju.
Því nær sem krafturinn er
Guði, því hærri sess skipar
hann í lífskeðjunni. Næst Guði
standa elztu forfeður mann-
anna, og frá þeim lætur Guð
kraftinn streyma út til alls
sköpunarverksins. Þeir eru með
öðrum orðum tengiliður Guðs
við alheiminn. Næst þeim í röð-
inni eru látnir meðlimir ætt-
arinnar, sem flytja kraftinn á-
fram til þeirra, er nú lifa. Líf-
ið er bantu-negranum einskis-
virði, ef honum berst ekki þessi
kraftur forfeðranna.
Einnig þeir, sem lifandi eru,
skipa sinn ákveðna sess í lífs-
keðjunni, og er þeim raðað eftir
aldri. Elzti meðlimur ættflokks-
ins er tengiliður hans við Guð.
Og það eru ekki aðeins menn-
irnir, sem fá kraft sinn frá
honum, heldur einnig dýrin,
jurtirnar og dauðu hlutirnir,
allt sem ættinni viðkemur.
Þannig eru öldungarnir í raun
réttri líftaug alls á jörðunni.
Faðir Tempels hallaði sér
fram á borðið og deplaði aug-
unum framan í mig.
— Það er í krafti þessa guð-
dómlega valds, sem öldungarnir
stjórna, sagði hann, en ekki
vegna persónulegra hæfileika.
Þess vegna er líka elzti maður
ættarinnar sjálfkjörinn leiðtogi
hennar, höfðingi hennar eða
konungur. Hvað eftir annað
hafa voldugar nýlendustjórnir
mátt bíta í það súra eplið,
þegar þær hafa reynt að hrinda
frá völdum óþægum höfðingj-
um, sem voru þeim ekki að
skapi. Friðsamur ættflokkur
hefur þá skyndilega gert upp-
reisn. En það er ekki pólitískt
frelsi sitt, sem hann þá er að
verja, heldur lífið sjálft.
Hamingjan er í augum bantu-
negrans hárnark lífskraftanna.
Efniskenndir hlutir, eins og
ræktað land og bústofn, styrkja
lífskraft hans, ,en ennþá mikil-
vægara er samt náið samband
við annað fólk, við forfeðurna,
við ættbræðurna, við konuna og
bömin, við hvern og einn, sem
á vegi hans verður. 1 samskipt-
um sínum við aðra er hann bæði
faðir og sonur, hann verður
fyrir áhrifum frá sterkari kröft-
um og hefur sjálfur áhrif á þá
veikari. Það er ekki fyrr en
þessum skilyrðum hefur verið
fullnægt, að honum finnst hann
vera lifandi. Einmana negri er
vansælli en nokkur önnur vera
á jörðunni. Það er hann sem
deyr, án þess að nútímalæknar
geti bent á nokkrar líffræðileg-
ar orsakir að dauða hans. í
miðhluta Kongó eru heilir ætt-
flokkar í þann veginn að deyja
út. Konurnar eru hættar að
fæða börn. Nefnd vísindamanna
vinnur að því að rannsaka þetta
fyrirbæri, en hefur komizt að
þeirri einu niðurstöðu, að lífs-
vilji fólksins sé þorrinn.
Faðir Tempels hallaði sér aft-
58