Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 25
MONACO — MINNSTA RlKI 1 HEIMI
ÚRVAL
fjárhættuspili. Þegar ég spila
á spil hneigist ég helzt að því
að láta hina vinna, enda virð-
ist þeim það kappsmál. Þrátt
fyrir þetta varð reyndin sú að 1
Monte Carlo eyddi ég dögum
mínum á næsta óvenjulegan
hátt. Á morgnana drukkum
við hjónin kaffi eða borðuðum
ís í Café de Paris þar sem við
spiluðum á spilakassana; að á-
liðnum degi drukkum við aft-
ur kaffi eða borðuðum ís og
spiluðum þá boule (Þetta spil
er kjánalegt og ómerkilegt af-
brigði af roulettunni). Á kvöld-
in fórum við 1 Casínóið. f and-
dyrinu spiluðum við á spila-
kassa, í salle privée stóðum við
við roulettuna, og á leiðinni út
spiluðum við aftur á spilakassa.
Á leiðinni heim gengum við við
í Café de Paris til að fá okkur
að drekka og spila boule. Svo
fórum við heim.
Þetta var auðvitað hreint æði.
Bakterían er í loftinu í Monte
Carlo: löngunin til að skoða
Hafrannsóknasafnið grípur
mann ekki þar. Ósjálfrátt reyn-
ir maður að komast hjá að
vekja reiði og fyrirlitningu
hótelvarða, vikadrengja, þjóna
og barmanna. Einhvern veginn
kærir maður sig ekki um að
heyra hvíslað að baki sér:
,,Hann? Ó, hann er ómögulegur,
hann spilar ekki einu sinni . . .“
Öldin tekur ekki fjárhættu-
spil sitt alvarlega. Flestir spila
af því að það er gamall vani,
samboðinn vammlausum, og á-
litinn skemmtilegur, og raunar
talið nauðsynlegt meðal betri
borgara að iðka hann öðru
hvoru. En hvar er hin dost-
ojevska sálarspenna? Hvar eru
hinir trylltu rússnesku prinsar
eða nútíma arftakar þeirra, sem
eyða og spenna milljónum á
fáum klukkutímum? Þeir sem
ég sá skjcta sig í hinum fagra
garði fyrir framan Casínóið
voru ekki margir.
Lífið í Casínóinu er ekki held-
ur eins formfast og það var
fyrir stríð. Menn koma eins
klæddir og þeir vilja og engir
eru með svarta slaufu nema
croupiers — þeir sem stjóma
roulettunum. Við spilaborðin
ríkir óhátíðlegt jafnrétti. Maður
veit ekki við hlið hvers maður
stendur. Menn í tötrum tefla
um milljónir, og konur hlaðnar
gimsteinum á stærð við hesli-
hnetur halda sig við 200 franka
lágmarkið og bíta á vörina af
spenningi meðan roulettan
snýst.
Hinn nýi aðall — sá sem
komið hefur í stað hinna vell-
auðugu og eyðslusömu rúss-
nesku erkihertoga —- eru grísk-
ir auðjöfrar. Margir Orikkir
græddu off jár á útgerð og ýmsu
braski eftir stríðið. Ríkastur
þéirra er Onassis, sem er orð-
inn einn aðaleigandi Casínósins.
Lágaðallinn eru Italir. Englend-
ingar teljast auðvitað ekki með
—þó sést Winston Churchill
stöku sinnum. Ameríkumenn
vantar ekki peningana, en ein-
23