Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 125
FJÁRSJÓÐURINN
tJRVAL
Hann hafði víst lofað yður ein-
hverju, en ég er hrædd um að
hann geti ekki haldið það lof-
orð úr því sem komið er.“
„Það þykir mér leitt að
heyra,“ sagði Raiph og lagði
heyrnartólið á.
Lára hafði komið inn í svefn-
herbergið meðan hann var að
tala. „Ó, ástin mín,“ sagði hún.
Hún lagði saumakörfuna á
skrifborðið og gekk að skápn-
um. Svo kom hún aftur og leit-
aði að einhveriu í saumakörf-
unni og skildi hana eftir á
snyrtiborðinu. Hún tók af sér
skóna, smeygði kjólnum upp yf-
ir höfuðið og hengdi hann
snyrtilega inn í skápinn. Svo
leitaði- hún að saumakörfunni á
skrifborðinu, fann hana á
snyrtiborðinu, þar sem hún
hafði skilið við hana, og stakk
henni upp í hillu í skápnum.
Hún tók bursta og greiðu og
hvarf inn í baðherbergið, og
brátt heyrðist vatn renna í
kerið.
Svipa vonbrigðanna hafði
dunið á baki Ralphs, og sárs-
aukinn lamaði hann. Hann sat
óratíma hjá símanum, sjálfur
vissi hann ekki, hve lengi. Hann
heyrði Láru kom út úr bað-
herberginu. Þegar hún talaði,
sneri hann sér að henni.
„Ég kenni voðalega í brjósti
um Hadaam gamla,“ sagði hún.
„Ég vildi, að við gætum eitt-
hvað gert.“ Hún var í náttkjóln-
um og settist við snyrtiborðið,
eins og þolinmóð hagleikskona
býður beztu kjöi'in:
Ábyrgðatryggingar
Brunatryggingar
Dráttarvélatryggingar
Ferðatryggingar
Heimilistryggingar
Jarðskjálftatryggingar
Rekstu rsstöðvunartrygg-
ingar
Sjótryggingar
Slysatryggingar
Vélatryggingar
V atnstjónstryggingar
Laugavegi 105.
Símar 11/915—16—17
115