Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 50
■crval
fallast í stólinn. Ég heyrði
byssuskefti varðmannsins drag-
ast eftir gólfinu. Stígvélahark
var úti á ganginum, en enginn
virtist vera á leið til mín, og ég
hætti að líta upp og vona, þegar
fótatak nálgaðist. Allt í einu
heyrði ég hringla í lyklum, og
það ótrúlega gerðist, dyrnar
opnuðust. Varðmaðurinn benti
mér að koma fram á ganginn.
Við gengum yfir torgið og inn í
skrifstofuna. Yfirforinginn og
leynilögreglumaðurinn brostu
eins og góðlátlegir frændur. Eig-
ur mínar lágu á borðinu.
,,Þér getið farið,“ sagði sá úr
leynilögreglunni. Og foringinn
sagði, að honum þætti þetta mið-
ur, en hann yrði að gegna skyldu
sinni. Hann spurði, hvort ég
vildi ekki undirrita skjal um
það, að vel heijði verið með mig
farið og að ég ætlaði ekki að
vinna á móti sovét-stjórninni.
Dagbók mín var opin, en pening-
arnir ósnertir. Leynilögreglu-
maðurinn og ég ókum í jeppa
eftir steinlögðum, þögulum veg-
unum, gljáandi eftir regn. „Ég
kem með yður að landamærun-
um,“ sagði hann. Hann sagði
mér, að hann héti Nikolaj. I
birtunni frá götuljósunum gat
ég séð feitlagið, vingjarnlegt
andlit hans, starandi út í blá-
inn.
„Hvar lærðuð þér ensku?“
spurði ég.
„í skóla — ég las Dickens —
Walter Scott — Sögu um tvœr
borgir . . .“
GEIMFARI Á ANNARRI PLÁNETU
Ég sagði: „Þegar ég kem til
Englands, ætla ég að senda yður
bækur.“
Hann sneri sér að mér ákaf-
ur: „Þakka yður fyrir. Gjörið
svo vel að senda þær á nafni
yfirforingjans í Karlskreuz
fangelsinu."
Svo bætti hann við: „Þetta
er leiðinlegt. Ég kann vel við
Englendinga. Ég kynntist þeim,
þegar þeir sigldu skipalestum til
Rússlands í styrjöldinni. Nú —•
svo mikill misskilningur . . .“
Hann hallaði sér skyndilega
áfram. Beint á móti okkur, svo
sem hálfa mílu í burtu, var ann-
ar jeppi með björt framljós.
Það var engu líkara en við sæum
hann í spegli. Herra Nikolaj gaf
bílstjóra okkar skipun og bíll-
inn beygði snöggt yfir á hliðar-
veg. ,,Bretar,“ sagði Nikolaj.
,,0f margar útskýringar. Þessi
leið er betri.“
Jeppinn ók á móti hressandi
storminum, en sneri svo við, að
því er virtist alveg að óþörfu,
og lagði leið sína fram hjá stóru,
auðu svæði, er upprunalega
hafði verið jafnað við jörðu í
loftárás. „Karl Marx-torg“,
sagði lögreglumaðurinn. Svo
benti hann. „Þarna var neðan-
jarðarbyrgi Hitlers.“ Ég gat
rétt aðeins greint lágan haug,
þakinn sprunginni steypu. I
tunglsljósinu voru allir hlutir
svo kaldir og málmkenndir.
Vindurinn virtist blása utan frá
Vetrarbrautinni og jeppinn var
48