Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 87
Ujá Boris Pasternak
Úr „Bonniers Litterára Magasin“,
eftir Nils Ake Nilsson.
Röskum mánuði áður en sœnska akaclemían sœnuli Boris Pas-
ternak bókmenntaverðlaunum Nobels heimsótti Nils Áke Nilsson
Pasternak á heimili hans fyrir utan Moskvu. Birti hann síðan
eftirfarandi viðtal eða grein í Bonniers Litterdra Magasin. Það
gefur greininni sérstakt gildi, að hún er samin áður en Pasternak
var orðinn pólitískt bitbein austurs og vesturs, þótt stjórnarvöldin
eystra vœru þá þegar farin aö 'líta Pasternak óliýru auga.
PEREDELKINO heitir þorp-
ið. Það er hægt að komast
þangað með innansveitarlest á
tæpum hálftíma frá Moskvu.
Það er ekki eitt af þessum
algengu, ömurlegu samyrkju-
þorpum utan við höfuðborgina.
Manni fellur það strax í geð:
þögult og vingjarnlegt í skógi-
vöxnu, ásóttu landi. Það hefur
rignt undanfarna daga. Á veg-
inum frá stöðinni er aurbleyta.
En septemberloftið er hressandi
og ferskt. Höfug angan af mold
og grasi stígur upp úr jörðinni.
Haustlitimir eru byrjaðir að
gægjast fram: gult ívaf í
birkilaufinu, rauðir reyniberja-
klasar.
Lítil kirkja rís upp úr græn-
um sverðinum, gerð úr rauðum,
sléttum tígulsteini með himin-
bláu hvolfþaki og gylltum
krossi. Klukkurnar hringja:
stakir, mjóróma tónar; hvað
getur það þýtt á venjulegum
föstudagsmorgni ? 1 kirkjugarð-
inum eru nokkrar gamlar kon-
ur, þær eru að hlúa að leiðum,
stinga upp, reita illgresi. Það
er eins og ég hafi flett upp á
fyrstu síðu í rússneskri smá-
sögu, þunglyndislegri stemmn-
ingssögu frá aldamótunum.
I gær var ég uppi á Lenin-
klettinum fyrir utan Moskvu.
Hann hét Spörvaklettur þegar
Pasternak hvítasunnudag einn
fyrir byltinguna stóð þar uppi
og orkti eitt kunnasta ljóð sitt,
ölvað af lífsfögnuði. Þar var
þá „furunnar ríki“, Holmenkoll-
en Moskvubúa, nú gnæfir
Moskvuháskóli þar við ský og
jarðgröfur og lyftur ryðja land
fyrir nýja skýjakljúfa. Hin
nýja Moskva leitar sér lífsrúms
í allar áttir. En hér — hér hef-
ur orðið eftir lítill skiki af
gamla Rússlandi, lítið verndar-
77